Upphaf Vináttu

Það var árið 2005 sem Red Barnet – Save the Children í Danmörku og María krónprinsessa tóku sig saman um að þróa forvarnarverkefni gegn einelti sem hæfist á leikskólaaldri. Rannsóknir höfðu þá sýnt að tíðni eineltis væri ekki á undanhaldi, þrátt fyrir fjölda eineltisverkefna sem höfðu verið í gangi. Árið 2007-2008 var verkefnið Fri for mobberi tilraunakennt í sex leikskólum og fjórum grunnskólum í Danmörku. Skólum og leikskólum sem tóku þátt í verkefninu fjölgaði svo jafnt og þétt og í dag eru 50% allra leikskóla í landinu með efnið til notkunar og 40% grunnskóla. 
Lars Stilling Netteberg, verkefnastjóri Fri for Mobberi hjá systursamtökum Barnaheilla, Red barnet í Danmörku, hefur starfað að verkefninu frá upphafi. Hann segir að þróunarvinnan haldi þó stöðugt áfram sem og framleiðsla á viðbótarefni. 
Nú er verkefnið í notkun í öllum skólum og leikskólum í Grænlandi, í 70% leikskóla í Eistlandi auk 80 grunnskóla og Færeyjar stefna að fyrsta námskeiði fyrir leikskólakennara í ágúst. „Það er gaman að segja frá því að þrjú lönd til viðbótar hafa áhuga á að innleiða verkefnið, en það eru Pólland, Rúmenía og Litháen.” segir Lars og bætir við að nú sé komið út efni fyrir börn undir þriggja ára aldri sem sé í tilraunavinnu og verið sé að þróa efni fyrir 3.- 4. bekk grunnskóla sem byggir á heildstæðri nálgun skóla. En auk þess sé stefnt á frekari landvinninga, enda verkefnið afar árangursríkt í baráttunni gegn einelti; „Markmiðið er að 1-2 ný lönd bætist í hópinn á hverju ári.” 
Lars segir að það sé afar gefandi að sjá þennan góða framgang verkefnisins og hversu vel því sé tekið alls staðar sem það fer: „Það er algjörlega frábært að sjá þetta verkefni fá vængi og upplifa hvað það virkar vel þrátt fyrir mismunandi menningu á hverjum stað.” 

 


RANNSÓKNIR HÁSKÓLANS VIÐ HRÓARSKELDU SÝNA ÁRANGUR VERKEFNISINS
• Börnin taka eftir þeim sem horfa á en aðhafast ekki • Börnin eignast nýja leikfélaga • Þau eru varkárari • Eldri börnin hjálpa þeim yngri
• Eldri börnin sækja fullorðinn til að hjálpa
RANNSÓKNIRNAR SÝNA EINNIG:
• Það er mikilvægt að hefja forvarnir gegn einelti strax í leikskóla • Börn frá þriggja ára aldri eru viðkvæm fyrir stríðni • Börn frá sex ára aldri eru viðkvæm fyrir einelti • Einelti er öðru vísi en stríðni – og verra
• Börnin telja vináttu mjög mikilvæga
OG ÞÆR SÝNA JÁKVÆÐ ÁHRIF:


Börn sem hafa unnið með Vináttuverkefnið frá leikskólaaldri eru mun betri í að höndla stríðni og einelti en börn sem hafa ekki tekið þátt í verkefninu

Starfsfólkupplifiraðefniðséspennandi,þroskandioggefandi.98%starfsfólksmyndi mæla með verkefninu við aðrar stofnanir.

Vinátta og virk þátttaka fullorðinna spilar lykilhlutverk í baráttunni gegn einelti 

Viðtal: Sigríður Guðlaugsdóttir
Viðtalið birtist í Blaði Barnaheilla 2017.