Úrdráttur úr fréttatilkynningu frá INHOPE samtökunum sem Barnaheill eiga aðild að:

Alþjóðlegur barnaklámhringur leystur upp í
kjölfar ábendingar frá Inhope-samtökunum


Ábending sem barst INHOPE-aðila í Þýskalandi í júlí 2002 leiddi til þess að föstudaginn 26. september 2003 leysti lögregla þar í landi, upp gríðarstóran barnaklámhring með 26.500 Internet-notendum í 166 löndum!
Hinir grunuðu voru gripnir á síðasta ári við að nota tölvuskrár frá einstaklingi í borginni Magdeburg. Skrárnar geymdu gríðarlega stóran póstlista sem grunaðir barnaníðingar notuðu til að skiptast á barnaklám-myndum og eru sum börnin allt niður í fjögurra mánaða gömul.
Um 26.500 manns um allan heim liggja undir grun um að hafa skipst á klámmyndum af börnum, þar með talið einstaklingar í Bandaríkjunum, Ástralíu og Sviss. Í Þýskalandi einu tóku 1.500 lögreglumenn þátt í aðgerðinni og hald var lagt á 745 tölvur, 35.500 geisladiska, 8.300 diskettur og 5.800 myndbönd.
Þetta er einn mikilvægasti árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn barnaklámi á Internetinu á alþjóðlegum vettvangi. Þýskaland var upphafsstaður rannsóknarinnar, sem tók meira en eitt ár, en ábendingin kom upphaflega frá ábendingalínu á Spáni. Þessar ábendingalínur eru aðilar að INHOPE-samtökunum eins og ábendingalína Barnaheilla.
Thomas Rickert, formaður INHOPE, sagði: „Þetta mál beinir athygli okkar að mikilvægi samtaka eins og INHOPE. Þau eru einu alþjóðasamtök ábendingalína sem berjast gegn barnaklámi og misþyrmingum á Netinu. Með samvinnu og stuðningi frá lykilaðilum í Internet-iðnaðinum, barnaverndarsamtökum, löggæsluyfirvöldum og ríkisstjórnum, erum við stolt yfir þeim árangri sem náðst hefur. Það er flókið alþjóðlegt vandamál að þróa aðferðir til að berjast gegn ólöglegu og skaðlegu efni á Internetinu. Það ber mestan árangur þegar við vinnum saman og deilum sérfræðiþekkingu og reynslu."

Alþjóðlegur barnaklámhringur leystur upp í 
kjölfar ábendingar frá Inhope-samtökunum


Ábending sem barst INHOPE-aðila í Þýskalandi í júlí 2002 leiddi til þess að föstudaginn 26. september 2003 leysti lögregla þar í landi, upp gríðarstóran barnaklámhring með 26.500 Internet-notendum í 166 löndum!
Hinir grunuðu voru gripnir á síðasta ári við að nota tölvuskrár frá einstaklingi í borginni Magdeburg. Skrárnar geymdu gríðarlega stóran póstlista sem grunaðir barnaníðingar notuðu til að skiptast á barnaklám-myndum og eru sum börnin allt niður í fjögurra mánaða gömul.
Um 26.500 manns um allan heim liggja undir grun um að hafa skipst á klámmyndum af börnum, þar með talið einstaklingar í Bandaríkjunum, Ástralíu og Sviss. Í Þýskalandi einu tóku 1.500 lögreglumenn þátt í aðgerðinni og hald var lagt á 745 tölvur, 35.500 geisladiska, 8.300 diskettur og 5.800 myndbönd.
Þetta er einn mikilvægasti árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn barnaklámi á Internetinu á alþjóðlegum vettvangi. Þýskaland var upphafsstaður rannsóknarinnar, sem tók meira en eitt ár, en ábendingin kom upphaflega frá ábendingalínu á Spáni. Þessar ábendingalínur eru aðilar að INHOPE-samtökunum eins og ábendingalína Barnaheilla.
Thomas Rickert, formaður INHOPE, sagði: „Þetta mál beinir athygli okkar að mikilvægi samtaka eins og INHOPE. Þau eru einu alþjóðasamtök ábendingalína sem berjast gegn barnaklámi og misþyrmingum á Netinu. Með samvinnu og stuðningi frá lykilaðilum í Internet-iðnaðinum, barnaverndarsamtökum, löggæsluyfirvöldum og ríkisstjórnum, erum við stolt yfir þeim árangri sem náðst hefur. Það er flókið alþjóðlegt vandamál að þróa aðferðir til að berjast gegn ólöglegu og skaðlegu efni á Internetinu. Það ber mestan árangur þegar við vinnum saman og deilum sérfræðiþekkingu og reynslu."