Úrslit í jólapeysukeppni Barnaheilla

Úrslit Jólapeysukeppni Barnaheilla voru tilkynnt í dag og verðlaun afhent á Petersen svítu í Gamla bíó. Már Guðmundsson, formaður dómnefndar, Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla og Herdís Ágústa Linnet, formaður ungmennaráðs samtakanna afhentu verðlaun í fimm flokkum:

IMG_5157aÚrslit Jólapeysukeppni Barnaheilla voru tilkynnt í dag og verðlaun afhent á Petersen svítu í Gamla bíó. Már Guðmundsson, formaður dómnefndar, Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla og Herdís Ágústa Linnet, formaður ungmennaráðs samtakanna afhentu verðlaun í fimm flokkum:
 
Ljótasta jólapeysan - HelgaBjörk Hauksdóttir
Fallegasta jólapeysan - Bryndís björk Arnardóttir
Frumlegasta jólapeysan - Gallery Gimli
Besta endurvinnslujólapeysan - Hjördís Alda Hreiðarsdóttir
Vinsælasta jólapeysan - Alexander Kristján Sigurðsson
 
Vinningshafar jolapeysu
 
Jólapeysan er fjáröflunarverkefni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og í ár er safnað fyrir sýrlensk flóttabörn og fjölskyldur þeirra í móttöku- og dvalarlöndunum við Sýrland. Nú þegar vetur er genginn í garð er afar mikilvægt að veita flóttafólki stuðning. Alþjóðasamtök Save the Children starfa í flestum þeim löndum sem sýrlenska flóttafólkið fer um og dvelur í og útvegar sýrlensku börnunum og fjölskyldum þeirra meðal annars mat, skjóli, hlýjum fatnaði, teppum og fleiri lífsnauðsynjum. 
 
Söfnunin stendur yfir til áramóta og hægt er að styðja málstaðinn með því að heita á jólapeysur á jolapeysan.is.
 
Á myndunum eru verðlaunahafarnir ásamt dómnefnd, en á myndina vantaði Hrafn Jökulsson, rithöfund, og Sögu Garðarsdóttur, leikkonu, sem einnig sátu í dómnefndinni.