Úrslit jólapeysukeppninnar fara fram á laugardag

Dómnefnd í jólapeysukeppni Barnaheilla hefur hafið störf en í ár er nefndin skipuð þeim Sögu Garðarsdóttur leikkonu, Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, Hrafni Jökulssyni rithöfundi, Herdísi Ágústu Linnet formanni ungmennaráðs Barnaheilla og Ernu Reynisdóttur framkvæmdastjóra samtakanna.

Dómnefnd 2015_aDómnefnd í jólapeysukeppni Barnaheilla hefur hafið störf en í ár er nefndin skipuð þeim Sögu Garðarsdóttur leikkonu, Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, Hrafni Jökulssyni rithöfundi, Herdísi Ágústu Linnet formanni ungmennaráðs Barnaheilla og Ernu Reynisdóttur framkvæmdastjóra samtakanna.

Úrslit í keppninni verða kunngerð í Petersen svítu í Gamlabíó laugardaginn 19. desember stundvíslega klukkan 14:00.

Jólapeysan er fjáröflunarverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Í ár er safnað fyrir sýrlenskum flóttabörnum og fjölskyldum þeirra í móttökulöndunum við Sýrland. Nú þegar vetur er genginn í garð er þörf fyrir hjálp mikil. Barnaheill – Save the Children starfa í flestum þeim löndum sem sýrlensk flóttabörn fara um og útvega flóttamönnum mat, skjól og aðrar lífsnauðsynjar.

Veitt verða verðlaun í 5 flokkum:

Fallegasta jólapeysan
Ljótasta jólapeysan
Frumlegasta jólapeysan
Vinsælasta jólapeysan
Besta endurvinnslujólapeysan

Barnaheill hvetja alla til að styðja gott málefni og heita á þær jólapeysur sem eru skráðar á áheitavefnum jolapeysan.is, eða að skrá sig og taka þátt í keppninni.