Út að borða fyrir börnin

Afhending_utadborda_31032011_minni15 veitingastaðir gáfu í dag 3.759.913 krónur til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Ísland, sem lúta að verndun barna gegn ofbeldi. Féð safnaðist í átakinu „Út að borða fyrir börnin“ sem stóð frá 15. febrúar til 15. mars sl. Með kaupum á tilteknum réttum, tryggðu viðskiptavinir að hluti af verði þeirra rynni til verndar barna í gegnum mannréttindasamtök barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi.

Afhending_utadborda_31032011_minni15 veitingastaðir gáfu í dag 3.759.913 krónur til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Ísland, sem lúta að verndun barna gegn ofbeldi. Féð safnaðist í átakinu „Út að borða fyrir börnin“ sem stóð frá 15. febrúar til 15. mars sl. Með kaupum á tilteknum réttum, tryggðu viðskiptavinir að hluti af verði þeirra rynni til verndar barna í gegnum mannréttindasamtök barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi.

Alls tóku fimmtán veitingastaðir þátt í verkefninu; American Style, Caruso, Dominos, Eldsmiðjan, Greifinn, Hamborgarabúllan, Hamborgarafabrikkan, KFC, Nauthóll, Pítan, Saffran, Serrano, Subway, Taco Bell og Quiznos. Sem fyrr segir söfnuðu veitingastaðirnir 3.759.913 krónur sem renna beint til verkefna sem snúa að verndun barna gegn ofbeldi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka þessum veitingastöðum og viðskiptavinum þeirra fyrir stuðninginn.

Börn eru gullmolar, fjársjóður hverrar þjóðar. Það er hlutverk hinna fullorðnu að gæta þess að hvert og eitt barn fá tækifæri til að skína. Því miður er staðreynd að ofbeldi gegn börnum viðgengst á Íslandi og tekur á sig margvíslegar myndir; líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, einelti og vanræksla.  Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er sá sáttmáli sem staðfestur hefur verið af flestum þjóðum eða 192, og var fullgiltur á Íslandi árið 1992. Eitt af grundvallargildum Barnasáttmálans er vernd barna og réttur þeirra til lífs.