Út að borða fyrir börnin

Í dag hefst fjáröflunarátakið Út að borða fyrir börnin sem stendur yfir í einn mánuð. Sextán veitingastaðir hafa tekið höndum saman og ákveðið að styðja verkefni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Hluti af verði valinna rétta rennur til verkefna sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi.

Þetta er í þriðja sinn sem átakið fer fram. Á síðasta ári tóku 13 veitingastaðir þátt, en nú hefur þátttakendum fjölgað og í ár eru staðirnir 16 talsins. Þetta eru veitingastaðirnir Caruso, Culiacan, Dominos, Grill 66, Hamborgarafabrikkan, Íslenska kaffistofan, KFC, Nauthóll, Nings, Pizza Hut, Rossopomodoro, Serrano, Skrúður, Strikið, Subway og Taco Bell.

Í dag hefst fjáröflunarátakið Út að borða fyrirLógó 500x börnin sem stendur yfir í einn mánuð. Sextán veitingastaðir hafa tekið höndum saman og ákveðið að styðja verkefni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Hluti af verði valinna rétta rennur til verkefna sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi.

Þetta er í þriðja sinn sem átakið fer fram. Á síðasta ári tóku 13 veitingastaðir þátt, en nú hefur þátttakendum fjölgað og í ár eru staðirnir 16 talsins. Þetta eru veitingastaðirnir Caruso, Culiacan, Dominos, Grill 66, Hamborgarafabrikkan, Íslenska kaffistofan, KFC, Nauthóll, Nings, Pizza Hut, Rossopomodoro, Serrano, Skrúður, Strikið, Subway og Taco Bell.

„Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að slá tvær flugur í einu höggi og fara saman út að borða en styðja í leiðinni við mannréttindi barna," segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. „Það skiptir miklu máli fyrir frjáls félagsamtök eins og okkar að fá liðsinni þessara veitingastaða. Átakið hvetur fjölskyldur til samveru, en rannsóknir sýna að reglulegar samverustundir hafa jákvæð áhrif og draga til dæmis úr líkum á áhættuhegðun barna."

Út að borða fyrir börnin styður verkefni sem snúa að vernd gegn ofbeldi. Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, hvort sem um er að ræða líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi - og þau eiga rétt á vernd gegn einelti og vanrækslu. Ofbeldi gegn börnum í ýmsum myndum er því miður staðreynd á Íslandi. Það er hlutverk hinna fullorðnu að gæta þess að hvert og eitt barn njóti réttar síns.

VeitingastaðirHelstu verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Samtökin gefa meðal annars út fræðsluefni, vinna að vitundarvakningu, reka ábendingarhnapp um óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu í samvinnu við ríkislögreglustjóra, vinna a vernd barna gegn klámi, standa að gagnvirkum fræðsluvef um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og reka fræðslu- og upplýsingavefinn verndumborn.is þar sem finna má upplýsingar um einnkenni og afleiðingar ofbeldis gegn börnum og aðgerðir vakni grunur um slíkt. Þá veita samtökin ráðgjöf og vinna að fjölda lagaumsagna þar sem þrýst er á stjórnvöld að tryggja með lögum að börnum sé veitt vernd gegn hvers kyns ofbeldi.

Til baka