Út að borða fyrir börnin 2014

Laugardaginn 15. febrúar hefst fjáröflunarátakið Út að borða fyrir börnin í fjórða sinn og stendur yfir til 15. mars. Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa að átakinu í samvinnu við 22 veitingastaði sem gefa andvirði, eða hluta andvirðis, af völdum réttum.

Út að borða 2014 jpg 952x482Laugardaginn 15. febrúar hefst fjáröflunarátakið Út að borða fyrir börnin í fjórða sinn og stendur yfir til 15. mars. Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa að átakinu í samvinnu við 22 veitingastaði sem gefa andvirði, eða hluta andvirðis, af völdum réttum. Fólk er hvatt til að fara út að borða með börnin, veitingastaðir fá fleiri gesti, börnin fá að gera eitthvað skemmtilegt með fullorðna fólkinu og Barnaheill fjármagna verkefni sín til verndar börnum gegn ofbeldi. 

 

Átakið nýtur vaxandi vinsælda, en á síðasta ári tóku 16 veitingastaðir þátt. Nú eru þeir 22 talsins, þar af nokkrar keðjur sem starfa víða um land.

 

„Við erum afskaplega ánægð með þessa frábæru veitingastaði sem styðja mannréttindi barna með þessum hætti og hvetjum alla til að nýta tækifærið og gera börnunum, og sjálfum sér, glaðan dag um leið og stutt er við vernd barna gegn ofbeldi,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „Með því að hvetja fjölskyldur til samveru auka þær lífsgæði sín, en rannsóknir sýna að reglulegar samverustundir hafa jákvæð áhrif og draga úr líkum á áhættuhegðun barna.“

 

Hér má sjá þá staði sem taka þátt og með hvaða hætti:

Heimasíða staðir

 

Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu og kynferðislegu - og þau eiga rétt á vernd gegn einelti og vanrækslu.

 

Helstu verkefni Barnaheilla gegn ofbeldi eru:

  • Vitundarvakning - Fræðsla - Ráðgjöf
  • Vernd barna gegn kynferðisofbeldi á netinu
  • Rekstur ábendingarhnapps um óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu í samstarfi við ríkislögreglustjóra
  • Fræðsluvefurinn barnasattmali.is
  • Upplýsingavefurinn verndumborn.is um ýmsar birtingarmyndir ofbeldis
  • Barnaheill þrýsta á stjórnvöld og þingheim um að gæta þess að lög tryggi börnum vernd gegn ofbeldi.

Með því að fara Út að borða fyrir börnin leggur þú þitt af mörkum til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi.