Út að borða með börnunum - 2,5 milljónir söfnuðust

Rúmlega 2,5 milljón króna söfnuðust í átaksverkefninu „Út að borða fyrir börnin“ sem fór fram á 13 veitingastöðum til styrktar Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.

Þetta er annað árið í röð sem efnt er til átaksins þar sem viðskiptavinir staðanna styrkja samtökin með kaupum á tilteknum réttum. Hluti af verði réttanna rann til Barnaheilla og verkefna sem lúta að vernd barna samkvæmt ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Rúmlega 2,5 milljón króna söfnuðust í átaksverkefninu „Út að borða fyrir börnin“ sem fór fram á 13 veitingastöðum til styrktar Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.

Þetta er annað árið í röð sem efnt er til átaksins þar sem viðskiptavinir staðanna styrkja samtökin með kaupum á tilteknum réttum. Hluti af verði réttanna rann til Barnaheilla og verkefna sem lúta að vernd barna samkvæmt ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Veitingastaðirnir sem tóku þátt í átakinu í febrúar og mars voru; Caruso, Dominos, Grill66, Hamborgarafabrikkan, Íslenska kaffistofan, KFC, Nauthóll, Pizza Hut, Saffran, Serrano, Skrúður, Subway og Taco Bell.

„Það verður að segjast eins og er, að viðbrögðin voru afar jákvæð,“ segir Ágúst Þórðarson, framkvæmdastjóri Barnaheilla. „Um leið og við þökkum stjórnendum veitingastaðanna fyrir vilja þeirra til að láta gott af sér leiða, langar okkur að þakka þeim fjölmörgu sem fóru út að borða fyrir börnin og studdu þannig við verkefni okkar í þágu barna.“