Utanríkisráðuneytið styrkir verkefni Barnaheilla í Norður Úganda

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi fengu nýverið sjö milljóna króna styrk frá Utanríkisráðuneytinu vegna menntaverkefnis Barnaheilla í Úganda. Verkefnið sem Barnaheill styðja miðar að því að auka skólaaðgang og bæta gæði menntunar í Paderhéraði í Norður-Úganda sem hefur verið vettvangur stríðsátaka undanfarin 20 ár.

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi fengu nýverið sjö milljóna króna styrk frá Utanríkisráðuneytinu vegna menntaverkefnis Barnaheilla í Úganda. Verkefnið sem Barnaheill styðja miðar að því að auka skólaaðgang og bæta gæði menntunar í Paderhéraði í Norður-Úganda sem hefur verið vettvangur stríðsátaka undanfarin 20 ár.

Með verkefninu er lögð áhersla á að ná til barna sem ekki eru í skóla og þá sérstaklega stúlkna, bæta kennsluaðferðir og kennsluumhverfi og að styðja menntayfirvöld í því að efla menntun og vernda börn á átakasvæðum gegn ofbeldi og misnotkun. Þúsundir barna dvelja eða hafa dvalið í flóttamannabúðum í Paderhéraði og hafa ekki átt kost á skólagöngu. Barnaheill á Íslandi hafa lagt samtals um 40 milljónir íslenskra króna í verkefnið á síðastliðnum tveimur árum.