Utanríkisráðuneytið veitti Barnaheillum 4 milljón króna styrk

25.09.2007

Utanríkisráðuneytið veitti Barnaheillum fjögurra milljóna króna styrk vegna hjálparstarfs samtakanna á flóðasvæðum í S-Asíu. Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children sendu út ákall til landsfélaga sinna um allt að 6 milljóna dollara fjárstuðning (410 milljónir IKR) í ágúst síðastliðnum til að bregðast við þeirri miklu neyð sem skapaðist á flóðasvæðum í Nepal, Bangladesh, Pakistan og Indlandi. Barnaheill þakka Utanríkisráðuneytinu góðan stuðning.

Framlag Utanríkisríkisráðuneytisins hefur verið sent til Nepal, en þar eyðilögðust 15.000 heimili og tugir manna fórust. Samgöngur og fjarskipti rofnuðu. Fyrsta hjálp Barnaheilla - Save the Children fólst í því að dreifa mat og öðrum nauðsynjum í samvinnu við Rauða krossinn í Nepal. Í kjölfarið vinna Barnaheill -Save the Children að því að aðstoða heimamenn við að endurbyggja skóla, leikskóla og heilsugæslustöðvar og drykkjarvatnskerfi til að bæta menntun og heilsugæslu barna á svæðunum sem illa urðu úti í flóðunum.

Sjá nánar á http://www.savethechildren.org/emergencies/asia/south-asia-floods.html

25.09.2007

Utanríkisráðuneytið veitti Barnaheillum fjögurra milljóna króna styrk vegna hjálparstarfs samtakanna á flóðasvæðum í S-Asíu. Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children sendu út ákall til landsfélaga sinna um allt að 6 milljóna dollara fjárstuðning (410 milljónir IKR) í ágúst síðastliðnum til að bregðast við þeirri miklu neyð sem skapaðist á flóðasvæðum í Nepal, Bangladesh, Pakistan og Indlandi. Barnaheill þakka Utanríkisráðuneytinu góðan stuðning.

Framlag Utanríkisríkisráðuneytisins hefur verið sent til Nepal, en þar eyðilögðust 15.000 heimili og tugir manna fórust. Samgöngur og fjarskipti rofnuðu. Fyrsta hjálp Barnaheilla - Save the Children fólst í því að dreifa mat og öðrum nauðsynjum í samvinnu við Rauða krossinn í Nepal. Í kjölfarið vinna Barnaheill -Save the Children að því að aðstoða heimamenn við að endurbyggja skóla, leikskóla og heilsugæslustöðvar og drykkjarvatnskerfi til að bæta menntun og heilsugæslu barna á svæðunum sem illa urðu úti í flóðunum.