Útgáfuhóf Vinir Ferguson og Vestfjarða - á traktorum gegn einelti

Á dögunum var haldið útgáfuhóf í tilefni útkomu bókarinnar Vinir Ferguson og Vestfjarða – á traktorum gegn einelti. En bókin er gefin út til stuðnings Vináttu sem er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti.

Bókin er ferðasaga tveggja vina þeirra Karls Friðrikssonar og Grétars Gústavssonar sem ákváðu að láta draum sinn frá æsku rætast. En sá draumur var að aka hring um Ísland sem þeir gerðu 2015 og segir frá þeirri ferð í bókinni Vinir Ferguson. Þeir endurtóku svo leikinn 2022 og fóru þá Vestfjarðaleiðina. Í bókinni er sögð ferðasaga þeirra félaga, sögur frá samferðarfólki. áhugaverðum stöðum sem þeir komu og mikilvægi þess að láta sig dreyma því draumar geta ræst.

Ástæða þess að þeir félagar ákváðu að vekja athygli á einelti á ferðum sínum var að annar þeirra varð fyrir miklu einelti sem barn, báðir orðið vitni að einelti og séð hvaða alvarlegu afleiðingar slíkt getur haft til langframa.

Við hér í Barnaheillum óskum þeim félögum til hamingju með bókina og þökkum þeim stuðninginn.