Vegir í Léogâne nú árfarvegir

HAITI_TOMAS_034_minniHitabeltisstormurinn Tómas olli alvarlegum flóðum í Léogâne á Haítí en  jarðskjálftinn í upphafi árs átti upptök sín þar. Vegir þar eru nú árfarvegir en um 90 þúsund manns búa enn í tjöldum á svæðinu.

Hitabeltisstormurinn Tómas olli alvarlegum flóðum í Léogâne á Haítí en  jarðskjálftinn í upphafi árs átti upptök sín þar. Vegir þar eru nú árfarvegir en um 90 þúsund manns búa enn í tjöldum á svæðinu.

Þó erfitt sé að segja nákvæmlega til um fjölda þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á storminum, gerir Barnaheill – Save the Children ráð fyrir að 35 þúsund manns, að minnsta kosti, hafi orðið fyrir skaða af völdum flóðanna sem hafa eyðilagt eignir og skýli. Skv. fyrstu upplýsingum frá starfsmönnum samtakanna á vettvangi, eru götur borgarinnar orðnar að vatnsmiklum ám. Fjölskyldur í miðborg Léogâne og á flóðasvæðum austur af borginni hafa orðið verst úti.

Barnaheill – Save the Children telja að þúsundir barna séu nú enn á ný í hættu á að veikjast af lífshættulegum sjúkdómum, svo sem malaríu, niðurgangi, beinbrunasótt og lungnabólgu sem og af sýkingum á húð vegna kuldans og rakans. Þá mun gríðarlegt vatnsmagnið að líkindum bera með sér skólp og rusl um borgina skapa enn betri aðstæður fyrir hina banvænu kólerubakteríu sem þegar hefur valdið dauða 440 manna á Haítí.

„Fólkið hér segir okkur að það þurfi mat og hreint vatn,“ segir Gary Shaye, framkvæmdastjóri landsdeildar Barnaheilla-Save the Children á Haítí. „Hér varð mikið mannfall í jarðskjálftanum í janúar og það skiptir öllu máli að við náum að koma þessum fjölskyldum sem fyrst til hjálpar. Enn á ný hefur lífi þeirra verið kollvarpað af hamförum. Ungbörn og börn eru alltaf berskjölduðust í svona hættuástandi. Mörg þeirra eru veik fyrir eftir að hafa búið við erfiðar aðstæður í tjaldbúðum eða vegna þess að þau eru vannærð. Sjúkdómar sem auðveldlega má lækna, svo sem malaría og lungnabólga, verða banvæn ef börnin fá ekki læknisaðstoð.“ Gary Shaye bætir því við að flóðin geti greitt mjög götu kólerunnar en unnið er að því hörðum höndum að koma í veg fyrir að hún berist til borgarinnar. „Nú þegar hitabeltisstormurinn er genginn yfir, er starfsfólk Barnaheilla – Save the Children þegar byrjað að dreifa birgðum, veita heilbrigðisþjónustu og halda áfram með næringar- og brjóstagjafaaðstoð.“

Meirihluti bráðabirgðaskýla borgarinnar virðast hafa sloppið að mestu við flóð þar sem þau standa ofar. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt fjölskyldur á svæðum, sem verst urðu úti, að yfirgefa tjöld sín og halda í nálægar skólabyggingar. Barnaheill – Save the Children munu auka neyðaraðstoð sína í Léogâ