Velferð barna, tækifæri til skimunar og þjónustu í skólakerfinu

Náum áttum hópurinn stendur fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 14. apríl nk. frá kl. 8.15-10.00 á Grand hóteli Reykjavík. Efni fundarins er Velferð barna - tækifæri til skimunar og þjónustu í skólakerfinu.

Náum áttum hópurinn stendur fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 14. apríl nk. frá kl. 8.15-10.00 á Grand hóteli Reykjavík. Efni fundarins er Velferð barna - tækifæri til skimunar og þjónustu í skólakerfinu.

Fyrirlesarar á fundinum eru tveir. Margrét Héðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarstofu heilsugæslunnar ríður á vaðið en erindi hennar ber yfir yfirskriftina „Skimun og þjónusta heilsugæslunnar í grunnskólum“. Þá tekur við Ingvar Sigurgeirsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands en hann ætlar að fjalla um það hvað skapi góðan skólabrag. Umræður verða í lok fundarins sem stýrt er af Salbjörgu Bjarnadóttir.
 
Náum áttum er opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnir sem Barnaheill - Save the Children á m.a. aðild að. Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á vefsíðunni www.naumattum.is