Verjum áramótum með börnunum

SAMAN-hópurinn, sem Barnaheill - Save the Children á Íslandi á aðild að, minnir á mikilvægi samveru fjölskyldunnar um hátíðirnar. Samverustundir fjölskyldna eru dýrmætar og stuðla að heilbrigðum samskiptum og líferni.

Íslenskar kannanir sýna að börn og ungmenni vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum en þau gera.
SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að vera samstíga um að gera gamlárskvöld að hátíðarkvöldi þar sem öll fjölskyldan skemmtir sér vel saman. Þannig munu börnin okkar eigi góðar og jákvæðar minningar frá þessum tímamótum.

Mikilvægt er að virða útivistarreglur, standa saman gegn eftirlitslausum unglingaskemmtunum og að vera í góðu sambandi við foreldra annarra barna og ungmenna. Með samstilltu átaki geta foreldrar gert áramót að friðsælli fjölskylduhátíð.