Verkefnastjóri óskast í 100% starf til 1. febrúar 2011

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi leita að verkefnastjóra í 100% starf  til að hafa umsjón með rannsóknarverkefni sem unnið er í samvinnu við Barnaheill, Save the Children, á Ítalíu og Spáni. Verkefnið er styrkt af Daphne áætlun Evrópusambandsins og því lýkur þann 1. febrúar 2011. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi leita að verkefnastjóra í 100% starf  til að hafa umsjón með rannsóknarverkefni sem unnið er í samvinnu við Barnaheill, Save the Children, á Ítalíu og Spáni. Verkefnið er styrkt af Daphne áætlun Evrópusambandsins og því lýkur þann 1. febrúar 2011. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur:
- Meistaragráða eða doktorsnám í félagsvísindum, menntavísindum eða heilbrigðisvísindum
- Góð þekking á aðferðafræði í eiginlegum og megindlegum rannsóknum
- Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
- Þekking á þroskaferli barna og áhrifum heimilisofbeldis á börn
- Góð enskukunnátta
- Vandvirkni í öllum vinnubrögðum.
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Góð hæfni í samskiptum og samvinnu

Nánari upplýsingar veitir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, s. 553 5905, netfang: petrina@barnaheill.is.

Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á barnaheill@barnaheill.is   Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl nk.