Verkefnin í Vináttutöskunni

 

Samræðuspjöld stuðla að samræðum barnanna. Þau sýna raunverulegar að- stæður sem komið geta upp. Á bakhlið spjaldanna eru hugmyndir að spurningum eða umræðum.


Nuddhefti Inniheldur leiðbeiningar og sögur sem leiða börnin áfram í að nudda bak hvers annars með því að líkja eftir hreyfingum úr sögunum.


Klípusögur fyrir foreldra og starfsfólk lýsa raunverulegum aðstæðum og stuðla að samræðum um þær aðgerðir sem hægt er að grípa til í daglegu lífi.


Veggspjald er hengt upp þar sem foreldrar koma, svo sem í anddyri leikskólans og/ eða inni á deildir. Á veggspjaldinu eru ráð til foreldra um góð samskipti.


Sögubók Bangsinn hennar Birnu - og þrjár sögur til viðbótar um einelti. Í bókinni er fjallað af kímni, skilningi og jákvæðni um erfiðar aðstæður sem upp kunna að koma í daglegu lífi í leiskóla.

 


• Tónlistardiskur með Vináttusöngv­ um og tónlistarhefti sem Ragnheiður Gröndal og Stefán Örn Gunnlaugsson syngja við lög og texta Anders Bögelund. Söng- og leikjahefti fylgir, þar sem áhersla er lögð á samkennd og samvinnu.
Sérstök tónlistarnámskeið eru í boði fyrir Vináttuleikskólana, sem Birte Harken sér um.
• Leiðbeiningar lýsa bakgrunni Vináttu og fjalla um einelti á fræðilegan hátt og hvernig hægt sé að innleiða verkefnið í skóla. Í leiðbeiningunum er einnig að finna fjölda hugmynda að verkefnum til að vinna í leikskólanum, með börnunum, starfsfólki og foreldrum.
• Vinátta í útivist; útinám og leikur Verkefni og leikir sem byggja á sam- vinnu, hjálpsemi og samkennd umfram samkeppni. Leikirnir og verkefnin henta á leikvellinum, í frímínútum, í útivist, í fjöruferðinni, úti í skógi, í afmælisveislum, í gönguferðum, meðan beðið er eftir strætó og svo framvegis, ... í alls konar veðri og á öllum árstímum.


BANGSINN BLÆR
Síðast en ekki síst er það Blær bangsi.
Hverri tösku fylgir einn stór bangsi sem nefnist Blær. Blær er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Blær, sem getur verið af hvaða kyni sem menn kjósa, minnir börnin á að gæta hvers annars vel og að vera góður félagi. Hann hjálpar til við ýmis verkefni og faðmar, gleður og huggar börnin.
Gert er ráð fyrir að hvert barn sem tekur þátt í verkefninu fái einn lítinn bangsa sem fylgir því alla leikskólagönguna. Barnið tekur litla bangsann svo með sér þegar það hættir í leikskólanum og fer jafnvel með hann upp í grunnskólann.
Áhrifamáttur bangsanna í verkefninu er ótrúlegur þegar þeir eru notaðir með hug- myndafræði og gildum verkefnisis. Þeir hjálpa börnunum við að tjá tilfinningar sínar, að tengjast öðrum börnum og hjálpa félögum sínum svo eitthvað sé nefnt.