Verndun barna verður að vera í forgrunni

LampedusaBarnaheill – Save the Children hvetja innanríkisráð Evrópusambandsins (e. EU Justice and Home Affairs Council) til að setja réttindi barna og vernd þeirra í forgang þegar brugðist er við í málefnum flóttabarna, barna í leit að hæli eða barna á faraldsfæti. Innanríkisráðið fundar á morgun, 12. maí, til að ræða stöðuna á suður-Miðjarðarhafssvæðinu en brýnt er að vernda börn á því svæði.

Lampedusa
Ljósmynd: Massimo di Nonno

Barnaheill – Save the Children hvetja innanríkisráð Evrópusambandsins (e. EU Justice and Home Affairs Council) til að setja réttindi barna og vernd þeirra í forgang þegar brugðist er við í málefnum flóttabarna, barna í leit að hæli eða barna á faraldsfæti. Innanríkisráðið fundar á morgun, 12. maí, til að ræða stöðuna á suður-Miðjarðarhafssvæðinu en brýnt er að vernda börn á því svæði.

Framkvæmdastjórn ESB (e. European Commission) hefur í aðdraganda fundarins kynnt áætlun um fólksflutninga og er gert ráð fyrir að aðildarríkin muni ræða hana á fundinum á morgun. Framkvæmdastjórnin kynnir svo  heildartillögur sínar í málaflokknum 24. maí nk. og Leiðtogaráðið (e. European Council) mun ræða þær á fundi sínum 24. júní nk.

Nær hálf milljón manna af ólíkum uppruna hefur flúið frá Líbíu á undanförnum vikum og aðrir eru á vergangi innan landsins. Börn á landamærum Norður-Afríku og börn sem koma að landi í Evrópusambandsríkjum, eru sérstaklega berskjölduð gagnvart hverskyns misnotkun. 

Nær 1500 börn án fylgdar fullorðinna hafa komið til eyjarinnar Lampedusa á Ítalíu frá því í byrjun ársins. Mörg þeirra barna, sem ná til eyjarinnar, eru í áfalli eftir reynslu sína. Sextán ára drengur sagði hjálparstarfsmönnum Barnaheilla – Save the Children að eldri bróðir hans hefði dáið á leiðinni yfir til Ítalíu frá Túnísíu. „Ferðin tók 18 tíma í erfiðum sjó. Báturinn, sem bróðir minn var á, sökk og 41 maður drukknaði. Aðeins fimm komust af. Ég hélt að við myndum sökkva líka en okkur var bjargað um borð í bát frá landhelgisgæslunni.“

Í allri umræðu um Schengen-samkomulagið og möguleikann á því að taka upp staðbundið landamæraeftirlit í afmarkaðan tíma, verður að tryggja réttindi barna og verndun þeirra. Í tillögum innanríkisráðsins er gert ráð fyrir sérstökum aðgerðum þegar tekið er á móti börnum án fylgdar fullorðinna. ESB og aðildarríki þess verða að tryggja að þau börn og börn sem nú búa við mjög erfiðar aðstæður í landamæraríkjum álfunnar, í flóttamannabúðum á landamærum Norður-Afríku eða eru á vergangi innan Líbíu, fái þá vernd og aðstoð sem þau sannarlega þurfa og eiga rétt á.

Barnaheill &