Verslun Sævars Karls aflar fjár til styrktar Barnaheillum

Verslun Sævars Karls mun standa fyrir aðventudagskrá á laugardögum til styrktar Barnaheillum. Verslunin hefur  fengið til liðs við sig þekkta listamenn sem munu leggja sitt af mörkum til þessa verðuga málefnis.

Laugardagur 5. desember kl.15 - 16: Lifandi tónlist. Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari.
Laugardagur 5. desember kl.16 - 17: Rithöfundarnir Kristín Marja Baldursdóttir (Karlsvagninn), Þórarinn Eldjárn (Alltaf sama sagan) og Einar Már Guðmundsson (Hvíta bókin) lesa úr verkum sínum og árita bækur.

Verslun Sævars Karls mun standa fyrir aðventudagskrá á laugardögum til styrktar Barnaheillum. Verslunin hefur  fengið til liðs við sig þekkta listamenn sem munu leggja sitt af mörkum til þessa verðuga málefnis.

Laugardagur 5. desember kl.15 - 16: Lifandi tónlist. Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari. 
Laugardagur 5. desember kl.16 - 17: Rithöfundarnir Kristín Marja Baldursdóttir (Karlsvagninn), Þórarinn Eldjárn (Alltaf sama sagan) og Einar Már Guðmundsson (Hvíta bókin) lesa úr verkum sínum og árita bækur.

Allur ágóði af sölu bóka og geisladiska mun renna óskiptur til Barnaheilla. Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum og jólakort Barnaheilla verða til sölu.Tónlistarmenn munu flytja verk sín og rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum og árita að loknum lestri.