Versnandi aðstæður á flóðasvæðum í Pakistan ógna velferð barna

Razia, 30 ára gömul er hér með börnum sínum þremur, það yngsta, þriggja mánaða gömul stúlka, hvílir í kjöltu hennar. Þau misstu heimili sitt í Gujrat í Muzzafargarh héraði vegna flóðanna og dvelja nú í flóttamannabúðum.Barnaheill - Save the Children sinna hjálparstarfi á flóðasvæðunum í Pakistan. Samtökin stefna að því að aðstoða 600 þúsund manns næstu sex mánuði og er áætlaður kostnaður um 1,8 milljarður króna (15 milljónir USD). Samtökin hafa þegar safnað tæplega helmingi þeirrar upphæðar víða um heim. Ef þú vilt leggja málefninu lið geturðu hringt í söfnunarsíma Barnaheilla –Save the Children á Íslandi 904 1900 og 904 2900 eða lagt framlög inn á 0336 - 26 – 000058. Kennitala Barnaheilla er 521089-1059.

Razia_Pakistan
Razia, 30 ára gömul er hér með börnum sínum þremur, það yngsta, þriggja mánaða gömul stúlka, hvílir í kjöltu hennar. Þau misstu heimili sitt í Gujrat í Muzzafargarh héraði vegna flóðanna og dvelja nú í flóttamannabúðum.

Barnaheill - Save the Children sinna hjálparstarfi á flóðasvæðunum í Pakistan. Samtökin stefna að því að aðstoða 600 þúsund manns næstu sex mánuði og er áætlaður kostnaður um 1,8 milljarður króna (15 milljónir USD). Samtökin hafa þegar safnað tæplega helmingi þeirrar upphæðar víða um heim. 

Ef þú vilt leggja málefninu lið geturðu hringt í söfnunarsíma Barnaheilla –Save the Children á Íslandi 904 1900 og 904 2900 eða lagt framlög inn á 0336 - 26 – 000058. Kennitala Barnaheilla er 521089-1059.

Monsoon rigningarnar í Pakistan hafa valdið mikilli neyð og er lífi og velferð milljóna manna á flóðasvæðunum ógnað, og þá sérstaklega lífi og heilsu ungra barna.

Barnaheill - Save the Children hafa undanfarnar tvær vikur veitt um 38 þúsund börnum og fullorðnum neyðaraðstoð. Aðstæður eru mjög erfiðar og vinna samtökin að því að ná til fjölskyldna sem þurfa á hjálp að halda. Barnaheill – Save the Children hafa sérstakar áhyggjur af heilsu ungra barna á flóðasvæðunum.  

“Miklir fólksflutningar í kjölfar flóðanna, hætta á útbreiðslu sjúkdóma og versnandi lífsskilyrði fela í sér aukna áhættu fyrir heilsu ungra barna,” segir Mohammed Qazilbash, talsmaður Barnaheilla - Save the Children í Pakistan. “Læknar okkar hafa séð tilfelli af lungnabólgu, niðurgangi og malaríu, en þeir sjúkdómar valda dauða fjölda barna í þróunarlöndum við venjulegar aðstæður. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að veita börnum nauðsynlega læknisþjónustu og að styðja foreldra í því að annast börnin þeirra.”

Á vegum Barnaheilla - Save the Children eru starfandi hreyfanleg heilbrigðisteymi á flóðasvæðunum og styðja teymin við starf heilsugæslust