Vertu heillavinur barna

haus-facebookBarnaheill – Save the Children á Íslandi hafa ýtt úr vör heillavinaátaki en heillavinir eru þeir sem greiða fast mánaðarlegt framlag til verkefna samtakanna. Ætlunin er að afla 1000 nýrra heillavina svo efla megi starfsemina og standa nú sem fyrr vörð um mannréttindi barna. Samtökin hvetja alla þá sem áhuga hafa á þessum málaflokki að gerast heillavinir og tryggja börnum þannig öfluga málsvara.

haus-facebookBarnaheill – Save the Children á Íslandi hafa ýtt úr vör heillavinaátaki en heillavinir eru þeir sem greiða fast mánaðarlegt framlag til verkefna samtakanna. Ætlunin er að afla 1000 nýrra heillavina svo efla megi starfsemina og standa nú sem fyrr vörð um mannréttindi barna. Samtökin hvetja alla þá sem áhuga hafa á þessum málaflokki að gerast heillavinir og tryggja börnum þannig öfluga málsvara.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem vinna að mannréttindum barna, hér á landi og erlendis. Samtökin reiða sig alfarið á framlög frá einstaklingum og fyrirtækjum. Því eru heillavinir samtökunum lífsnauðsynlegir til að þau geti unnið og eflt verkefni sín í þágu barna og staðið þannig vörð um réttindi barna.  Barnaheill – Save the Children stefna að því  að afla 1000 nýrra heillavina í  heillavinaátakinu sem hófst 25. maí sl.

Í sumar verður ungt fólk á vettvangi vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Hlutverk þeirra er að afla heillavina með því að gefa sig á tal við vegfarendur, upplýsa um starfsemi samtakanna og benda þeim á að ríflega 33 krónum á dag sé vel varið í að standa vörð um mannréttindi barna og um mikilvægi slíks starfs. Þá geta áhugasamir gerst heillavinir á sérstakri skráningarsíðu á heimasíðu samtakanna.

Frá stofnun hefur megin þunginn í starfi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi verið í starfi innanlands. Samtökin hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi og eru helstu áherslur á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi. Helstu áherslur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í erlendum verkefnum eru á grunnmenntun barna, heilbrigðismál, vernd barna gegn ofbeldi og neyðaraðstoð. Samkvæmt 28. grein barnasáttmálans eiga öll börn rétt á endurgjaldslausri grunnmenntun og samkvæmt 19. grein eiga börn rétt á vernd gegn líkamlegu, kynferðislegu og andlegu ofbeldi og gegn vanrækslu.