Vertu með í Mjúkdýraleiðangri IKEA, Barnaheilla ? Save the Children og UNICEF

Fyrir hvert mjúkdýr sem þú kaupir í IKEA á tímabilinu 4. nóvember til 29. desember gefur IKEA Foundation Barnaheillum – Save the Children og UNICEF sem nemur einni evru (160 kr.) til að styðja við menntun bágstaddra barna. Átakið snýst um að bjóða viðskiptavinum IKEA að ganga til liðs við Mjúkdýraleiðangurinn svo við getum í sameiningu látið rétt barna til menntunar verða að veruleika.

Fyrir hvert mjúkdýr sem þú kaupir í IKEA á tímabilinu 4. nóvember til 29. desember gefur IKEA Foundation Barnaheillum – Save the Children og UNICEF sem nemur einni evru (160 kr.) til að styðja við menntun bágstaddra barna. Átakið snýst um að bjóða viðskiptavinum IKEA að ganga til liðs við Mjúkdýraleiðangurinn svo við getum í sameiningu látið rétt barna til menntunar verða að veruleika.

Frá upphafi leiðangursins árið 2003 hefur IKEA Foundation gefið 47,5 milljónir evra til 70 mismunandi verkefna í þremur heimsálfum og þannig hjálpað til við að efla menntun yfir átta milljóna barna. Öll IKEA löndin/svæðin bjóða viðskiptavinum að taka þátt í leiðangrinum. Með fleiri en 300 IKEA verslunum og mörgum milljónum viðskiptavina getum við virkilega skipt sköpum. Afraksturinn af leiðangrinum í ár gerir Barnaheillum – Save the Children og UNICEF kleift að framlengja verkefni og byrja á nýjum. Eftir Mjúkdýraleiðangur síðasta árs gat IKEA Foundation gefið 12,4 milljónir evra, eða rúma tvo milljarða íslenskra króna! Hér á Íslandi söfnuðust 22.594 evrur eða 3.648.480 krónur.

Þú getur glatt enn fleiri börn með því að setja mjúkdýrið í þar til gerða kassa sem staðsettir eru við inn- og útgang IKEA. Öll mjúkdýrin sem þar safnast verða gefin til Barnaspítala Hringsins verður gjöfin því tvöföld.

Ein evra er ef til vill ekki mikill peningur í huga viðskiptavina IKEA sem kaupa mjúkdýrin en hún nægir til að kaupa ritföng og bækur fyrir fimm börn!

Saman getum við hjálpað börnum að breyta heiminum. Höldum leiðangrinum áfram!