Vetrarkuldi og hörð átök ógna sýrlenskum fjölskyldum

Þúsundir manna hafa yfirgefið heimili sín í Sýrlandi að undanförnu og lítið er vitað um afdrif þeirra. Skotið hefur verið á fjölskyldur á flótta undan átökunum yfir landamærin til Líbanon. Ættingjar hafa orðið aðskila hverjir við aðra og nú verða fjölskyldur einnig að kljást við vetrarkulda, en mikil snjóalög eru til fjalla á þessum tíma árs.  Barnaheill – Save the Children segja flóttafjölskyldurnar í brýnni þörf fyrir næringu og húsaskjól.

Þúsundir manna hafa yfirgefið heimili sín í Sýrlandi að undanförnu og lítið er vitað um afdrif þeirra. Skotið hefur verið á fjölskyldur á flótta undan átökunum yfir landamærin til Líbanon. Ættingjar hafa orðið aðskila hverjir við aðra og nú verða fjölskyldur einnig að kljást við vetrarkulda, en mikil snjóalög eru til fjalla á þessum tíma árs.  Barnaheill – Save the Children segja flóttafjölskyldurnar í brýnni þörf fyrir næringu og húsaskjól.

Barnaheill – Save the Children eru nú að störfum við landamæri Sýrlands í Líbanon. Þar dreifa samtökin mat og hreinlætisvörum, reka örugg leiksvæði fyrir börn og veita þeim aðstoð eftir sérlega erfiða lífsreynslu. Unnið er að því að hefja svipað starf við landamærin í Jórdaníu.

Hjálparsamtök hafa verið að undirbúa komu flóttamanna til Líbanon. Til þessa hafa tiltölulega fáir flóttamenn skilað sér sem velduráhyggjum af öryggi þeirra. 

„Við höfum enn ekki orðið vör við þann fjölda flóttamanna frá Sýrlandi sem við áttum von á, þrátt fyrir fregnir um að þúsundir hafi yfirgefið heimili sín,“ segir Sanna Johnson, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children í Mið-Austurlöndum. „Við vitum að börn á vergangi eru skelfingu lostin, köld, hungruð og aðframkomin. Það er grundvallaratriði að þessi börn fái hjálp svo fljótt sem auðið er. Ef þau geta ekki náð hingað til okkar í Líbanon, vonumst við til þess að fá leyfi til að fara yfir til Sýrlands svo hægt sé að hjálpa þeim.“

Valerie Amos barónessa, yfirmaður mannúðarmála og hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Damaskus í gær til að ræða um aðgang mannúðarsamtaka að landinu. Fyrr í vikunni hófu Barnaheill – Save the Children alþjóðlega undirskriftasöfnun til að knýja á um frjálsan og óheftan aðgang mannúðarsamtaka svo unnt sé að tryggja börnum og fjölskyldum þeirra í Sýrlandi þá hjálp sem þau þarfnast.