Vetrarkuldi ógnar heilsu barna í Pakistan

20100917_pakistan_photo_1_589x343Börn sem orðið hafa að flýja heimili sín á flóðasvæðunum í Pakistan eru í mikilli hættu á  að fá lungnabólgu þegar vetrarkuldi herjar á svæðinu. Barnaheill – Save the Children dreifa nú matvælum, hlýjum fatnaði, ábreiðum og skýlum til að hjálpa fólki að halda á sér hita yfir vetrarmánuðina.

20100917_pakistan_photo_1_589x343
Ljósmynd: Jason Tanner

Börn sem orðið hafa að flýja heimili sín á flóðasvæðunum í Pakistan eru í mikilli hættu á  að fá lungnabólgu þegar vetrarkuldi herjar á svæðinu. Barnaheill – Save the Children dreifa nú matvælum, hlýjum fatnaði, ábreiðum og skýlum til að hjálpa fólki að halda á sér hita yfir vetrarmánuðina.

Hitastig hefur farið vel niður fyrir frostmark á sumum þeirra svæða sem verst urðu úti í flóðunum fyrr á árinu, eins og í Khyber Pakhtunkhwa héraði og mikill skortur er á viðunandi skýlum. Þegar kólnar eru hundruð þúsund barna í aukinni hættu á að veikjast af hinum banvæna sjúkdómi, lungnabólgu. Á hverju ári deyja 85 þúsund börn úr lungnabólgu í Pakistan og er sjúkdómurinn aðal dánarorsök barna undir fimm ára aldri í landinu.

Frostið á flóðasvæðunum, þar sem fólk neyðist til að búa utan dyra eða í tjöldum  með lítinn eða engan aðgang að heilbrigðisþjónustu, er talið líklegt til að auka útbreiðslu lungnabólgu. Sem fyrr segir eru Barnaheill – Save the Children að dreifa matvælum, hlýjum fatnaði, ábreiðum og skýlum til íbúa svo það geti haldið á sér hita yfir vetrarmánuðina. Þá eru samtökin, í samvinnu við yfirvöld á svæðinu, að  aðstoða við fræðslu um það hvernig forðast megi að veikjast af lungnabólgu auk þess að þjálfa heilbrigðisstarfsmenn til að sjúkdómsgreina og veita meðferð við sjúkdómum sem geta reynst lífshættulegir, s.s. lungnabólga og næringarskortur. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa lagt 2,4 milljónir króna til neyðaraðstoðar í Pakistan.

„Fleiri börn eiga eftir að deyja á flóðasvæðunum fái þau ekki viðeigandi meðferð í tíma. Við erum þegar farin að fá fleiri tilfelli þar sem sýking hefur orðið í brjósti. Það ríður á að tryggja að fólk geti haldið á sér hita og hafa viðunandi skýli,“ segir Mohammed Qazilbash, talsmaður Barnaheilla – Save the Children í Pakistan. „Þó margar þeirra fjölskyldna, sem urðu að flýja heimili sín í flóðunum hafi getað snúið aftur heim í þorp sín, búa þær enn í tjöldum eða bráðabirgðahúsnæði. Sex til átta manns geta gist í litlu tjaldi en það er augljóslega gagnslaust þegar frostið bítur. Það er einnig matarskortur sem &