Viðburðarríkt ár að baki

Þetta ár hefur verið einstaklega viðburðaríkt og skemmtilegt hjá okkur í ungmennaráði Barnaheilla. Þrátt fyrir að vera einungis sjö og hafa aðeins unnið saman í eitt ár þá höfum við tekist á við stór og krefjandi verkefni. Meðal þeirra má nefna erindi á ráðstefnu um fjölskyldustefnur og velferð barna, handrit að stuttmynd vegna afmælis Barnasáttmálans, fund með ríkisstjórninni, þátttöku í afmælishátíð Barnaheilla, fund með velferðarnefnd Alþingis og þátttöku í hugmyndasmiðju Evrópu unga fólksins. 

HerdísÞetta ár hefur verið einstaklega viðburðaríkt og skemmtilegt hjá okkur í ungmennaráði Barnaheilla. Þrátt fyrir að vera einungis sjö og hafa aðeins unnið saman í eitt ár þá höfum við tekist á við stór og krefjandi verkefni. Meðal þeirra má nefna erindi á ráðstefnu um fjölskyldustefnur og velferð barna, handrit að stuttmynd vegna afmælis Barnasáttmálans, fund með ríkisstjórninni, þátttöku í afmælishátíð Barnaheilla, fund með velferðarnefnd Alþingis og þátttöku í hugmyndasmiðju Evrópu unga fólksins. Í vetur fengum við svo heimsókn frá ungmennaráðum Save the Children á hinum Norðurlöndunum og fengum heilmikið út úr henni. Við funduðum saman, fórum í sund, fengum okkur ,,eina með öllu“ og ís og urðum hluti af norrænu samstarfi. 

Ekki hefði mér dottið í hug þegar ég byrjaði í ungmennaráðinu að við myndum taka þátt í svona mörgum skemmtilegum og ólíkum verkefnum. Allt frá vinnu við að gera kvikmynd til fundar með valdamesta fólki Íslands. Út frá þessu höfum við öðlast mikla og ómetanlega reynslu og lært að skilja umhverfi okkar betur sem ungmenni. Auk þessarar góðu reynslu höfum við lært að vinna saman sem hópur. Við höfum einnig kynnst nýjum krökkum sem allir hafa sameiginlegan áhuga á réttindum barna. Mörg verkefnanna höfum við unnið sameiginlega með ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og ungmennaráði Unicef, sem við höfum lært mikið af. 

UngmennaráðÞar sem við erum aðeins sjö í ungmennaráði Barnaheilla urðum við hissa þegar krakkarnir úr ungmennaráðum Norðurlandanna sögðust hafa í kringum 2.000 eða jafnvel 5.000 sjálfboðaliða í sínum ráðum! Okkar markmið er að fá fleiri inn í ungmennaráðið og eru áhugasamir hvattir til að sækja um. Við vonumst til þess að vinna að skemmtilegum verkefnum á næsta ári og að fólk haldi áfram að hlusta á okkur unga fólkið. 

Ég vil þakka öllum í ungmennaráðinu, Þóru, Ernu og Margréti, ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og ungmennaráði Unicef kærlega fyrir ánægjulegt samstarf.

Herdís Ágústa Linnet, formaður ungmennaráðs Barnaheilla.

Greinin birtist í Blaði Barnaheilla 2015.

 

Ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er félagsskapur ungs fólks á aldrinum 13-25 ára sem vill stuðla að ré