Viðburðarríkt ár að baki

Ekki er hægt að segja annað en undanfarið ár hafi verið það viðburðaríkasta og áhrifamesta í sögu ungmennaráðs Barnaheilla frá upphafi. Með fjölgun meðlima hefur verið unnið framúrskarandi starf í grasrótinni sem og með systursamtökum okkar á Norðurlöndum.

Fatasöfnun

Ekki er hægt að segja annað en undanfarið ár hafi verið það viðburðaríkasta og áhrifamesta í sögu ungmennaráðs Barnaheilla frá upphafi. Með fjölgun meðlima hefur verið unnið framúrskarandi starf í grasrótinni sem og með systursamtökum okkar á Norðurlöndum. Í sumar fóru fjórir meðlimir ráðsins til Noregs í sumarbúðir PRESS. Þar komu saman meðlimir í norræna samstarfinu og okkur gafst tækifæri til að kynna það sem við höfum verið að gera, hvert við stefnum sem og að fá hugmyndir og hvatningu. 

Aðalfundurinn okkar hefur aldrei verið jafn flottur. Fundurinn var vel sóttur og stefnan sett fyrir komandi starfsár. Jafnframt fengum við gestafyrirlesara frá systursamtökum okkar í Svíþjóð sem setti skemmtilegan og fræðandi svip á aðalfundinn. Í kjölfarið var haldinn vinnufundur þar sem unnið var nánar að mótun markmiða okkar og framkvæmdaáætlunar komandi starfsárs svo dæmi séu nefnd. 

Ungmennaráðið hefur jafnframt átt í samstarfi við önnur samtök og ráð sem starfa að réttindum barna. Með ungmennaráði UNICEF og ráðgjafahópi umboðsmanns barna veittum við Barnaréttindaverðlaunin á árinu. Verðlaunin vöktu mikla athygli í fjölmiðlum. 

Í lok síðasta árs stóðum við fyrir fatasöfnun fyrir flóttamenn. Margir lögðu hönd á plóg og gekk hún vonum framar, sérstaklega í kjölfar góðrar fjölmiðlaumfjöllunar. Á síðasta ári hefur ungmennráðið einnig verið áberandi á sameiginlegum fundum og viðburðum. Ungmennaráðið kynnti hluta úr skýrslu Evrópuhóps Save the Children um tengsl barnafátæktar og skorts á tækifærum og menntun, fundaði með öðrum ráðum og samtökum á fundi á vegum UMFÍ og fjórir fulltrúar fóru á vinnustofu og fund norræns samstarfs ungmennahreyfinga Save the Children í Stokkhólmi. Ungmennaráðið var boðað á fund hjá umboðsmanni barna, sem vildi gefa börnum rödd við val á nýjum umboðsmanni. Jafnframt hefur ráðið verið í fjölmörgum viðtölum hjá fjölmiðlum og fjallað um mannréttindi og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 

Ungmennaráðið setti upp nýja áætlum fyrir fyrsta árshelminginn þar sem sérstök áhersla var lögð á flóttabörn. Hópurinn „Vinir Ungmennaráðs Barnaheilla“ var stofnaður og miðar að því að tengja unga innflytjendur öðrum ungmennum og veita aðstoð eða ráðgjöf. Á vel sóttum fræðsludegi í mars fengum við fyrirlesara úr öllum áttum meðal annars frá systursamtökum okkar í Noregi, ungmennr&