Viðmið um skjánotkun barna og ungmenna

Tækni og tölvur eru ríkur þáttur í daglegu lífi allflestra. Að frumkvæði umboðsmanns barna hafa verið gefin út viðmið um skjánotkun barna og ungmenna til stuðnings foreldrum við að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umgengni við tækni, tölvur og snjalltæki. Útgáfa viðmiðanna er í samstarfi umboðsmanns barna, Barnaheilla, Embættis landlæknis, Heilsugæslunnar, Heimilis og skóla, Landspítalans og SAFT.

Viðmiðin eru gefin út fyrir aldursbilin 0–5 ára, 6–12 ára og 13–18 ára.

Hér fyrir neðan má skoða viðmið fyrir hvert aldursbil:

Skjáviðmið fyrir 0–5 ára

Skjáviðmið fyrir 6–12 ára

Skjáviðmið fyrir 13–18 ára