Viðskiptavinir IKEA safna tæplega 2,4 milljónum króna fyrir menntun barna

Talið er að þegar hafi að minnsta kosti 560 manns látið lífið í kjölfar mikilla flóða og skriðufalla í fjallabæjunum Teresopolis, Nova Friburgo og Petropolis skammt frá höfuðborginni Rio de Janeiro. Á síðustu dögum hefur rignt jafn mikið og venjulega rignir á einum mánuði á þessu svæði og er ástandinu lýst sem einum af verstu náttúruhamförum landsins. Sem dæmi hafa um 5000 manns misst heimili sín í Petropolis, þarf af munu um 1500 vera börn. Alls eru ríflega 200 þúsund börn, sem búa í þessum bæjum.

Þúsundir manna neyddust til að yfirgefa heimili sín þegar fossandi rigning og steinar féllu á hús þeirra og byggingar. Hundruðir húsa hafa eyðilagst og mikið landflæmi hefur horfið undir vatn. Á sumum stöðum hefur vatnið farið tvo til þrjá metra yfir byggingarnar. Ónýtir vegir og brýr, rafmagnsleysi og laskaðar samskiptalínur hafa tafið fyrir björgunaraðgerðum.„Enn virðist ekkert lát á rigningum og líf þúsunda barna er í hættu,“ segir Heloisa Oliveira, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children í Brasilíu.

„Flóðin fara á miklum hraða um þorpin og draga allt með sér þannig að börn og fjölskyldur þeirra hafa ekkert til að reiða sig á. Líkamar finnast oft og tíðum í nokkurra kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem flóðin gripu þá. Fólk baslar við að finna sér samastað og leitar skjóls í opinberum byggingum sem ekki hafa lent í flóðunum eða skemmst. Margir eru í sárri þörf fyrir vatn, fæðu, skó og fatnað.

Við eigum í kapphlaupi við tímann með að ná til þessara fjölskyldna til að hjálpa þeim að lifa þessar hamfarir af.“Barnaheill - Save the Children vinnur náið með Almannavörnum Brasilíu og undirbýr nú teymi hjálparstarfsmanna sem ætlað er að fara inn í bæi og þorp á flóðasvæðunum til að veita börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp. Lögð er áhersla á að taka tillit til þarfa barna (vernd, menntun, heilsa).