Viðaukaskýrsla Barnaheilla um framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

Barnaheill hafa sent frá sér viðaukaskýrslu við aðra skýrslu ríkisstjórnar Íslands til Barnaréttarnefnar Sþ um framkvæmd samnings á vegum Sþ um réttindi barnsins.

Barnaheill hafa sent frá sér viðaukaskýrslu við aðra skýrslu ríkisstjórnar Íslands til Barnaréttarnefnar Sþ um framkvæmd samnings á vegum Sþ um réttindi barnsins.

Árið 1992 staðfesti ríkisstjórn Íslands Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, í daglegu tali kallaður Barnasáttmáli Sþ. Samkvæmt samningnum ber ríkisstjórninni að senda skýrslur til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd samningsins hér á landi. Þetta hefur gengið eftir. Barnaheill skiluðu inn viðaukaskýrslu árið 1995 við fyrstu skýrslu ríkisstjórnar og aftur núna árið 2002 við aðra skýrslu stjórnarinnar sem er frá árinu 2000. Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) vann viðaukaskýrsluna, sem hér má nálgast á ensku (viðaukaskýrsla-Save the Children report). Í bígerð er að þýða útdrátt úr skýrslunni á íslensku og birta hér á vefnum.
Skýrslur ríkisstjórnarinnar má nálgast á vef dómsmálaráðuneytisins

Fyrsta skýrsla Íslands um framkvæmd samnings á vegum Sameinuðu þjóðanna frá 20. nóvember 1989 um réttinda barna

Önnur skýrsla Íslands um framkvæmd samnings á vegum Sameinuðu þjóðanna frá 20. nóvember 1989 um réttinda barna