Viðurkenning Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra

Barnaspítali Hringsins hlýtur Viðurkenningu Barnaheilla árið 2003 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra.

20. nóvember 2003

Tilefni þess að við erum samankomin hér í dag, 20. nóvember 2003, er afhending viðurkenningar Barnaheilla, Save the Children samtakanna á Íslandi, fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra.

Stjórn samtakanna ákvað á síðasta ári að veita slíka viðurkenningu árlega og valdi til þess afmælisdag Barnasáttmálans 20. nóvember. Á þeim degi árið 1989 var sáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Save the Children, sem eru alþjóðleg hjálpar- og barnaréttarsamtök, hafa sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Barnasáttmálinn er samþykktur sem alþjóðalög og felur í sér full mannréttindi allra barna. Í honum er kveðið á um að öll börn eigi rétt á að alast upp í friði og við öryggi. Samningurinn var staðfestur fyrir Íslands hönd í október 1992.

Þetta er í annað sinn sem þessi viðurkenning Save the Children er veitt. Í fyrsta skipti, þann 20. nóvember í fyrra, féll hún í skaut Barnahúss, byggt á því mati stjórnar samtakanna að tilkoma og starfsemi Barnahúss væri eitt merkasta framfaraspor sem stigið hefur verið á Íslandi til að uppfylla skyldur okkar gagnvart börnum sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi.

Nú eins og þá höfðu stjórnarmenn Barnaheilla mikla ánægju af því verkefni að velja þann sem viðurkenninguna hlýtur. Og eins og áður voru allmargir nefndir og verðugir athygli fyrir framlag sitt í þágu barna. Með viðurkenningunni viljum við varpa ljósi Barnasáttmálans á íslenskt frumkvæði, þrautseigju og góð verk sem hafa skilað börnum á Íslandi sterkari stöðu. Við viljum dvelja um stund við áfanga sem hafa náðst og færa þakkir þeim sem að því hafa stuðlað.

Mér er það bæði heiður og einstök ánægja að tilkynna nú þá ákvörðun stjórnar Barnaheilla að viðurkenningu samtakanna, árið 2003, fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra hlýtur kvenfélagið Hringurinn.

Í Barnasáttmálanum er m.a. kveðið á um að börn eigi rétt til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heilbrigðisþjónustu. Síðan er málum einfaldlega þannig farið að það ge

Barnaspítali Hringsins hlýtur Viðurkenningu Barnaheilla árið 2003 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra.

20. nóvember 2003

Tilefni þess að við erum samankomin hér í dag, 20. nóvember 2003, er afhending viðurkenningar Barnaheilla, Save the Children samtakanna á Íslandi, fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. 

Stjórn samtakanna ákvað á síðasta ári að veita slíka viðurkenningu árlega og valdi til þess afmælisdag Barnasáttmálans 20. nóvember. Á þeim degi árið 1989 var sáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Save the Children, sem eru alþjóðleg hjálpar- og barnaréttarsamtök, hafa sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Barnasáttmálinn er samþykktur sem alþjóðalög og felur í sér full mannréttindi allra barna. Í honum er kveðið á um að öll börn eigi rétt á að alast upp í friði og við öryggi. Samningurinn var staðfestur fyrir Íslands hönd í október 1992.

Þetta er í annað sinn sem þessi viðurkenning Save the Children er veitt. Í fyrsta skipti, þann 20. nóvember í fyrra, féll hún í skaut Barnahúss, byggt á því mati stjórnar samtakanna að tilkoma og starfsemi Barnahúss væri eitt merkasta framfaraspor sem stigið hefur verið á Íslandi til að uppfylla skyldur okkar gagnvart börnum sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. 

Nú eins og þá höfðu stjórnarmenn Barnaheilla mikla ánægju af því verkefni að velja þann sem viðurkenninguna hlýtur. Og eins og áður voru allmargir nefndir og verðugir athygli fyrir framlag sitt í þágu barna. Með viðurkenningunni viljum við varpa ljósi Barnasáttmálans á íslenskt frumkvæði, þrautseigju og góð verk sem hafa skilað börnum á Íslandi sterkari stöðu. Við viljum dvelja um stund við áfanga sem hafa náðst og færa þakkir þeim sem að því hafa stuðlað. 

Mér er það bæði heiður og einstök ánægja að tilkynna nú þá ákvörðun stjórnar Barnaheilla að viðurkenningu samtakanna, árið 2003, fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra hlýtur kvenfélagið Hringurinn.

Í Barnasáttmálanum er m.a. kveðið á um að börn eigi rétt til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heilbrigðisþjónustu. Síðan er málum einfaldlega þannig farið að það getur þ