Viðurkenning Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra

Góðir gestir.

Við erum hér í tilefni þess að í dag, 20. nóvember 2004, afhenda Barnaheill, Save the Children samtökin á Íslandi, í þriðja sinn viðurkenningu samtakanna fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra.

Stjórn samtakanna veitir þessa viðurkenningu árlega á afmælisdegi Barnasáttmálans 20. nóvember. Á þeim degi árið 1989 var sáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Save the Children, sem eru alþjóðleg hjálpar- og barnaréttarsamtök, hafa sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Barnasáttmálinn er samþykktur sem alþjóðalög og felur í sér full mannréttindi allra barna. Í honum er kveðið á um að öll börn eigi rétt á að alast upp í friði og við öryggi. Samningurinn var staðfestur fyrir Íslands hönd í október 1992.

Góðir gestir. 

Við erum hér í tilefni þess að í dag, 20. nóvember 2004, afhenda Barnaheill, Save the Children samtökin á Íslandi, í þriðja sinn viðurkenningu samtakanna fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. 

Stjórn samtakanna veitir þessa viðurkenningu árlega á afmælisdegi Barnasáttmálans 20. nóvember. Á þeim degi árið 1989 var sáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Save the Children, sem eru alþjóðleg hjálpar- og barnaréttarsamtök, hafa sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Barnasáttmálinn er samþykktur sem alþjóðalög og felur í sér full mannréttindi allra barna. Í honum er kveðið á um að öll börn eigi rétt á að alast upp í friði og við öryggi. Samningurinn var staðfestur fyrir Íslands hönd í október 1992.

Þetta er í þriðja sinn sem þessi viðurkenning Save the Children er veitt. Í fyrsta skipti, árið 2002, var hún veitt Barnahúsi, byggt á því mati stjórnar samtakanna að tilkoma og starfsemi Barnahúss væri eitt merkasta framfaraspor sem stigið hefur verið á Íslandi til að uppfylla skyldur okkar gagnvart börnum sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Árið 2003 tók Kvenfélagið Hringurinn við viðurkenningunni, fyrir framtíðarsýn félagsins um betri heilbrigðisþjónustu fyrir börn, aðdáunarverða þrautseigju í 60 ár og baráttu fyrir barnaspítala, en nýtt hús Barnaspítala Hringsins var vígt í janúar 2003. 

Stjórn Barnaheilla hefur nú í þriðja sinn valið, úr hópi margra verðugra, þann sem viðurkenninguna hlýtur fyrir framlag sitt í þágu barna. Með viðurkenningunni viljum við varpa ljósi Barnasáttmálans á íslenskt frumkvæði sem hefur skilað börnum á Íslandi sterkari stöðu en áður. Við viljum vekja athygli á góðum verkum og áföngum sem hafa náðst og sýna virðingu og þakklæti þeim sem leggja lóðir á vogarskálar fyrir börnin. 

Í þeim anda er mér er það mikið ánægjuefni að tilkynna þá ákvörðun stjórnar Barnaheilla að viðurkenningu samtakanna, árið 2004, fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra hlýtur Velferðarsjóður barna á Íslandi.

Í Barnasáttmálanum er m.a. viðurkenndur réttur hvers barns til lífsafkomu sem nægir því til að ná líkamlegum, sálrænum, andlegum, siðferðilegum og félagslegum þroska. Þar er kveðið á um að börn eigi rétt til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja og aðstöðu til l&ae