Vigdís Finnbogadóttir, verndari Barnaheilla ? Save the Children á Íslandi fagnar áttatíu ára afmæli í dag

vigdis_minniBarnaheill – Save the Children á Íslandi óska Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands innilega til hamingju með áttatíu ára afmælið. Fórnfúst starf Vigdísar í þágu samtakanna og skýr sýn hennar á mikilvægi þess að tryggja réttindi barna hefur verið ómetanlegur styrkur í þau ríflega tuttugu ár sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa verið starfrækt.

Vigdís FinnbogadóttirBarnaheill – Save the Children á Íslandi óska Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands innilega til hamingju með áttatíu ára afmælið. Fórnfúst starf Vigdísar í þágu samtakanna og skýr sýn hennar á mikilvægi þess að tryggja réttindi barna hefur verið ómetanlegur styrkur í þau ríflega tuttugu ár sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa verið starfrækt.

Það var á sumarmánuðum árið 1988 sem fagfólk á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans ákvað að tímabært væri að stofna til félagsskapar sem hefði það að megin markmiði að auka rétt barna í samfélaginu.  „Rädda barnen“ í Svíþjóð var höfð til fyrirmyndar við skipulag samtakanna og frá upphafi var Vigdís Finnbogadóttir, þá forseti Íslands, virkur þátttakandi í undirbúningsstarfinu.

24. október 1989 var stofnfundur samtakanna og var Vigdís meðal gesta. Að hennar ósk var hún skráð sem stofnfélagi númer eitt og síðar gerðist hún opinber verndari Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Það er óumdeilt að stuðningur Vigdísar hefur í gegnum tíðina verið ómetanlegur fyrir samtökin. Nafnið Barnaheill er m.a. komið úr smiðju hennar, Höllu Þorbjörnsdóttur og Ernu Þorleifsdóttur. Með þátttöku sinni í ótal viðburðum á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, sendi Vigdís Finnbogadóttir skýr skilaboð um að börnin væru framtíðin og að það væri á ábyrgð okkar allra að búa þeim betri heim.

Vigds__Snlandsskla_minniVigdís Finnbogadóttir fæddist 15. apríl árið 1930. Hún varð stúdent árið 1949 og stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París á árunum 1949-1953. Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.

29. júní árið 1980 var Vigdís fyrsta konan í heiminum til að vera kjörin forset