Vildi óska að ég gæti orðið 15 ára aftur

Á síðustu 10 árum hefur Þorgrímur Þráinsson haldið fyrirlestra í nánast öllum grunnskólum landsins og þannig komið skilaboðum um já­kvætt hugarfar til um 40 þúsund ung­menna. Hann hefur auk þess skrifað fjöldan allan af barna­- og unglinga­ bókum og er um þessar mundir með nýja krakkabók í smíðum, framhald af bókinni Henri og hetjurnar sem kom út í fyrra. 

IMG_4316Á síðustu 10 árum hefur Þorgrímur Þráinsson haldið fyrirlestra í nánast öllum grunnskólum landsins og þannig komið skilaboðum um já­kvætt hugarfar til um 40 þúsund ung­menna. Hann hefur auk þess skrifað fjöldan allan af barna­- og unglinga­ bókum og er um þessar mundir með nýja krakkabók í smíðum, framhald af bókinni Henri og hetjurnar sem kom út í fyrra. 

,,Ég segi oft við nemendur að ég vildi óska þess að ég gæti aftur orðið 15 ára. Ef einhver hefði komið í skólann minn og talað á þeim nótum sem ég geri í dag, hefði ég hugsanlega farið aðra leið í lífinu. Ég hefði líklega ekki látið óttann stjórna mér og þorað að gera það sem mig langaði.“ 

Þetta er eitt af því sem Þorgrímur Þráinsson hefur að miðla til nemenda í skólum landsins. Hann segist þó ekki sjá eftir neinu, enda hefði hann þá líklega ekki ratað inn á þá braut að hvetja ungmenni um allt land til heilbrigðara lífernis. Í fyrirlestrum og ritstörfum hafi hann fundið ástríðu sína, ástríðu fyrir því að miðla jákvæðu hugarfari til æsku landsins. 

Þorgrímur situr í hægindastól á setustofu á hóteli í miðbænum þegar við hittumst yfir kaffibolla. Bækur þekja háan vegg í setustofunni og líklegast kann rithöfundurinn best við sig í slíku umhverfi, umvafinn bókum. 

Hann brennur augljóslega fyrir umræðuefninu og það kemur blik í augun þegar hann talar um æsku landsins og mikilvægi þess að færa henni uppbyggjandi skilaboð. 

„Þegar ég held fyrirlestra, fer með landsliðinu eða skrifa bækur er ég aldrei í vinnunni. Þegar maður er búinn að finna sinn farveg í lífinu og gerir það sem er skemmtilegt, þá er maður á réttum stað. Ef maður mætir hins vegar í vinnuna á mánudegi og bíður eftir föstudegi, þá þarf maður að fara að hugsa sinn gang.“ 

Tækifærin sem fólk hefur í lífinu eru Þorgrími hugleikin og hann leggur áherslu á að krakkarnir nýti þau tækifæri sem verði á vegi þeirra því þau séu allt í kring; „Krakkar geta farið svo margar ólíkar leiðir í lífinu en þurfa eingöngu að vera óhræddir við að stíga út fyrir þægindahringinn. Ég vildi óska að það hefði verið meira um uppbyggilegt tal í grunnskólum í gamla daga sem hefði opnað augu okkar fyrir einhverju öðru en náminu.“ 

EN HVAÐ HEFÐI ÞORGRÍMUR VILJAÐ GERA