Vilt þú hafa áhrif?

Í ungmennaráði Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gefst þér tækifæri til að láta rödd þína heyrast og taka þátt í skemmtilegum félagsskap. Ungmennaráðið er félagsskapur ungs fólks á aldrinum 13-25 ára sem vill stuðla að réttlæti í heiminum og vekja athygli á málefnum barna.

Hvað er ungmennaráðÍ ungmennaráði Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gefst þér tækifæri til að láta rödd þína heyrast og taka þátt í skemmtilegum félagsskap. Ungmennaráðið er félagsskapur ungs fólks á aldrinum 13-25 ára sem vill stuðla að réttlæti í heiminum og vekja athygli á málefnum barna. Ef þú hefur áhuga á mannréttindum barna þá er þátttaka í ungmennaráðinu frábært tækifæri til að láta í sér heyra og hafa áhrif.

Ungmennaráðið vinnur að skemmtilegum verkefnum bæði innan Barnaheilla, en einnig í samvinnu við önnur ungmennaráð.

Vertu með – hafðu samband við okkur með því að senda tölvupóst á netfangið barnaheill@barnaheill.is.