Þekkir þú ungmenni sem vilja taka þátt í að vinna að mannréttindum barna?

Ungheill, ungmennaráð Barnaheilla, bjóða öllum ungmennum á aldrinum 13 - 18 ára að taka þátt í að vinna að mannréttindum barna. Aðalfundur Ungheilla verður haldinn fimmtudaginn 7. október og fer hann fram á skrifstofu Barnaheilla, Fákafeni 9, 2. hæð kl. 16:00 – 19:00. Ath. Fundurinn verður einnig streymt í beinni af facebook-síðu Ungheilla.

Fundurinn er öllum opinn sem hafa áhuga á að taka þátt í að bæta samfélagið og berjast fyrir mannréttindum barna.

Á aðalfundinum fer fram kosning í stjórn ráðsins og eru ungmenni hvött til þess að gefa kost á sér í embætti sem kosið er í. Kjósa þarf formann, varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnendur. Ekki þurfa allir sem sækja aðalfund að gefa kost á sér í stjórn ráðsins.

Dagskrá fundarins

Kl. 16:00 – 16:05: Setning
Matthías Freyr Matthíasson verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum og tengiliður við  Ungmennaráð setur fundinn og tilnefnir fundarstjóra.

Kl. 16:05 – 16:30: Kynning
Kynning á starfsemi ungmennaráðs og Barnaheilla

Kl. 16:30 – 17:00: Hvað var gert í fyrra?
Farið verður yfir starfið á síðasta starfsári

Kl. 17:00 – 17:30: Kosningar
Kosið í stjórn

Kl. 17:30 – 17:45: Pása

Kl. 17:45 – 18:15: Spjall
Umræður um hvað ungmennaráðið vill og ætlar að gera

Kl. 18:15 – 19:00: Pizzuveisla
Niðurstöður úr spjalli kynntar og Pizzuveisla.

 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919 og vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum réttinda þeirra.

 Nánar um Ungheill má finna hér