Viltu gera við hjól fyrir börn?

Barnaheill óska eftir sjálfboðaliðum til að gera við hjól fyrir börn og ungmenni. Árlega er um 300 hjólum úthlutað í gegnum Hjólasöfnun Barnaheilla til barna og ungmenna sem að öðrum kosti gefst ekki kostur á að eignast hjól. Hjólum er safnað á móttökustöðvum Sorpu og gera sjálfboðaliðar við þau og yfirfara áður en þeim er úthlutað. Ekki er mikillar kunnáttu krafist en sérfræðingar frá Reiðhjólabændum eru á staðnum. Kjörið er fyrir hjólaklúbba, starfsmannahópa, vinahópa og fleiri að sameinast í að láta gott af sér leiða fyrir börn og leggja þannig sitt af mörkum að sem flest börn geti hjólað inn í sumarið. Engin skuldbinding - bara gaman.

Skráning og nánari upplýsingar í gegnum: hjolasofnun@barnaheill.is.