Barnaheill leitar eftir sjálfboðaliðum til að starfa við barna- og unglingavef Barnaheilla heyrumst.is? Sjálfboðaliðar heyrumst.is veita börnum og unglingum, sem hafa samband á netinu, skriflegar upplýsingar og stuðning. Um er að ræða tiltekinn tímafjölda á mánuði á skrifstofu Barnaheilla.
Barnaheill leitar eftir sjálfboðaliðum til að starfa við barna- og unglingavef Barnaheilla heyrumst.is? Sjálfboðaliðar heyrumst.is veita börnum og unglingum, sem hafa samband á netinu, skriflegar upplýsingar og stuðning. Um er að ræða tiltekinn tímafjölda á mánuði á skrifstofu Barnaheilla.
Hverjir geta orðið sjálfboðaliðar
Sjálfboðaliðar geta gerst þeir sem eru 22 ára og eldri, hafa þekkingu á málefnum barna og reynslu af og áhuga á að vinna með börnum. Viðtal er tekið við alla umsækjendur og námskeið Barnaheilla er forsenda sjálfboðastarfsins. Sjálfboðaliðar heyrumst.is:
- fá tækifæri til að láta gott af sér leiða við að veita börnum og unglingum stuðning
- fá tækifæri til að kynnast starfi alþjóðlegra félagasamtaka sem vinna að mannréttindum barna um allan heim
- fá tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn með því að kynnast vel málefnum barna og unglinga á Íslandi
- fá tækifæri til að kynnast öðrum sjálfboðaliðum
- fá reynslu og þekkingu sem nýtist í námi, einkalífi og starfi
Undirbúningsnámskeið
Næsta undirbúningsnámskeið fyrir sjálfboðaliða 4 x 3 tímar hefst 21. janúar 2010.
Hafðu samband
Nánari upplýsingar veitir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla s. 553 5910, netfang: margret@barnaheill.is