Vinátta í verki

Sex leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum hafa tekið þátt í tilrauna- og aðlögunarvinnu með Vináttu- verkefni Barnaheilla veturinn 2014-2015. Vinátta er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Reynslusögur starfsfólks skólanna gefa hugmynd um hvernig verkefnið hefur tekist og hver upplifunin er hjá börnum, foreldrum og starfsfólki.

Vinatta1Sex leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum hafa tekið þátt í tilrauna- og aðlögunarvinnu með Vináttu- verkefni Barnaheilla veturinn 2014-2015. Vinátta er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Reynslusögur starfsfólks skólanna gefa hugmynd um hvernig verkefnið hefur tekist og hver upplifunin er hjá börnum, foreldrum og starfsfólki. Leikskólarnir eru Kirkjuból í Garðabæ, Álfaheiði í Kópavogi, Vesturkot í Hafnarfirði, Leikskóli Seltjarnarness, Hlíð í Mosfellsbæ og Ugluklettur í Borgarbyggð.

Alls staðar telur starfsfólk leikskólanna að Vinátta hafi haft góð áhrif á börnin, sérstaklega þau börn sem sýni hegðun sem megi bæta. Verkefnið þykir henta börnum best eftir að þau eru orðin 3-4 ára. Starfsmenn eru sammála um að Vinátta samlagist og samnýtist auðveldlega öðru skólastarfi. 

Vinátta þykir einnig frábært verkfæri til að vinna að því að ná markmiðum sem sett hafa verið í skólastarfinu. Aðferðirnar þykja góðar til að efla samskipti, tjá tilfinningar, sýna samkennd, læra að hlusta og taka tillit til annarra. Þá þykir leiðbeiningaheftið gefa margar góðar hugmyndir að skemmtilegum verkefnum. 

Hjá flestum skólanna var sérstakur foreldrafundur haldinn til að kynna verkefnið. Þar var innihald töskunnar og kynnt. Þar með gafst foreldrum tækifæri til að kynnast verkefninu í raun. Þetta gaf verkefninu byr undir báða vængi. Foreldrar barnanna eru mjög ánægðir með verkefnið og hafa sumir haft orð á því að þetta væri einmitt það sem hefði vantað fyrir þeirra barn og leikskólann.

BLÆR OG HJÁLPARBANGSARNIR


BlærStóri Blær er yfirleitt með í verkefnum og hjálpar til á mismunandi hátt. Þegar Blær kom í leikskólann í fyrsta sinn og börnin fengu litlu bangsana í hendur, var það gert með sérstakri athöfn í leikskólunum. Í einum leikskólanna fóru börnin á pósthús og sóttu bangsana, í öðrum komu þeir með rútu, þrír í hverju sæti, vel spenntir í öryggisbelti, í þeim þriðja komu þeir í fylgd flugstjóra sem hafði flutt þá frá Ástralíu og svo framvegis. Leikskólarnir hafa hins vegar notað litlu bangsana á mismunandi hátt. Yfirleitt eru þeir bara með í Vináttu-tímunum, en stundum eru bangsarnir með allan daginn og einstaka sinnum fá þeir að fara með krökkunum heim. Flestir hafa útbúið sérstakar hirslur eða heimili fyrir litlu hjálparbangsana þar sem þeir geta hvílt sig og gist, eins og myndirna