Vinátta - viðurkennt forvarnarverkefni í leikskólum

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning við Mary Fonden og systrasamtökin Red barnet - Save the Children í Danmörku, um notkun á námsefninu  Fri for mobberi.  Um er að ræða forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum og yngstu bekkjum grunnskóla.  Á Íslandi mun efnið bera nafnið Vinátta, en það hefur skýrskotun í þau gildi sem verkefnið byggir á; umhyggju, virðingu, umburðarlyndi og hugrekki.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning við Mary Fonden og systrasamtökin Red barnet - Save the Children í Danmörku, um notkun á námsefninu  Fri for mobberi.  Um er að ræða forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum og yngstu bekkjum grunnskóla.  Á Íslandi mun efnið bera nafnið Vinátta, en það hefur skýrskotun í þau gildi sem verkefnið byggir á; umhyggju, virðingu, umburðarlyndi og hugrekki.

Fyrst um sinn munu Barnaheill þýða, staðfæra og framleiða það efni sem ætlað er börnum á leikskólaaldri, en þangað má oft rekja rætur eineltis þó það sé  algengast á miðstigi grunnskóla. Mikilvægt er að byrja forvarnarstarf strax í leikskóla með því að vinna með góðan skólabrag, jákvæð samskipti, vinsemd og virðingu fyrir margbreytileikanum í  nemendahópnum. Fri for mobberi hefur reynst mjög einfalt og áhrifaríkt í notkun.

Taska inniheldur nemendaefni og kennsluleiðbeiningar  fyrir starfsfólk auk efnis til að nota með foreldrum. Starfsfólk fær fræðslu og þjálfun í notkun efnisins. Hægt er að flétta vinnu með Fri for mobberi  inn í flesta vinnu og námssvið leikskólans, þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttum vinnubrögðum; svo sem hlustun, umræðum, tjáningu í leik, tónlist og hreyfingu, bæði úti og inni.

Fri for mobberi er nú þegar í notkun í Grænlandi og Eistlandi auk Danmerkur. Jafnframt hafa fjölmörg önnur lönd sýnt því áhuga.  Mikil ánægja er með verkefnið þar sem það er notað og rannsóknir í Danmörku sýna mjög góðan árangur af notkun þess. Gert er ráð fyrir samstarfi við háskóla á Íslandi um rannsóknir á árangri verkefnisins hér á landi. Samtökin hafa kynnt efnið fyrir fulltrúum nokkurra sveitarfélaga, fulltrúum í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, leikskólakennurum og fyrir háskólasamfélaginu. Það er samdóma álit allra þeirra sem hafa fengið kynningu á efninu að veruleg þörf sé á slíku efni í íslensku skólakerfi.

Sex leikskólar í jafn mörgum sveitarfélögum taka þátt í tilraunavinnu með verkefnið veturinn 2014- 2015.  Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að því að afla fjár til að geta staðið straum að framleiðslu og dreifingu á efninu, svo allir leikskólar og sveitarfélög hér á landi geti í framtíðinni notið góðs af.

 

Fri fra mobberi 2014

Á myndinni eru Lars Stilling Netteberg frá Red Barnet - Save the Children og Lone Bak Nielsen frá Mari Fonden í Danmörku ásamt