Vinir Ferguson á Hvanneyrarhátíðinni

Þann 13. júlí, lögðu þeir Grétar Gústavsson og Karl Friðriksson af stað Vestfjarðaleiðina á traktorum og hófst ferð þeirra í Staðarskála. Vinirnir voru átta daga á leiðinni og komu í mark þann 20. júlí á Hvanneyri. Með ferðinni vildu þeir láta gott af sér leiða og safna styrkjum fyrir Vináttu, forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Grétar og Karl, sem kalla sig Vini Ferguson, munu mæta á Hvanneyrarhátíðina þann 6. ágúst næstkomandi. Enn er hægt að styðja verkefnið hér, eða senda smsið ,,Barnaheill” í númerið 1900. Smsið kostar 1.900 kr.

 

 

Dagskrá Hvanneyrarhátíðarinnar

Myndir frá Vestfjarðaferðalaginu