Vinir Ferguson - Safnað fyrir bók til styrktar Vináttu

Síðastliðið sumar fóru tveir gamlir vinir á Massey Ferguson 35X traktorum árgerð '63 hringinn í kringum landið. Þeir kölluðu sig Vini Ferguson og söfnuðu fyrir Vináttu, forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti. Ferðin var athyglisverð fyrir margar sakir. Þeir létu 50 ára gamlan draum rætast, annar traktorinn í ferðinni var sá sem þeir unnu á fyrir 50 árum, en ferðin var ekki síst áhugaverð vegna tengingarinnar við einelti.

Bók - kynningSíðastliðið sumar fóru tveir gamlir vinir á Massey Ferguson 35X traktorum árgerð '63 hringinn í kringum landið. Þeir kölluðu sig Vini Ferguson og söfnuðu fyrir Vináttu, forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti.

Ferðin var athyglisverð fyrir margar sakir. Þeir létu 50 ára gamlan draum rætast og annar traktorinn í ferðinni var sá sem þeir unnu á fyrir 50 árum, en ferðin var ekki síst áhugaverð vegna tengingarinnar við einelti. Vegna hennar gáfu fjölmargir sig á tal við þá félaga og deildu með þeim persónulegum sögum af einelti. Grétar Gústavsson varð gjarnan fyrir svörum, en hann varð sjálfur fyrir einelti sem barn og unglingur – einelti sem hann hafði nánast aldrei talað um og tekið ábyrgð á. Ferðin varð að þroskaferli fyrir hann, því hann fór að tala um sína reynslu, hvernig hann hafði borið ábyrgð á eineltinu og skammast sín fyrir það. Við lok ferðar var hann breyttur maður.

Karl G. Friðriksson hefur nú ritað ferðasögu þeirra félaga og Ómar Ragnarson ritar formála bókarinnar. Bókin er ríkulega myndskreytt og inniheldur skemmtilegar lýsingar á mönnum og málefnum, lýsir fallega landinu okkar, fjallar um mikilvægi þess að láta drauma sína rætast og síðast en ekki síst er hún vitnisburður um mikilvægi vináttunnar.

Ágóði af sölu bókarinnar rennur óskiptur til Vináttu - verkefnisins.

Nú er safnað fyrir kostnaði við útgáfu bókarinnar á Karolina Fund. Hægt er að styrkja verkefnið með því að heita á það á síðunni.

Bækurnar eru seldar í verslunum Pennans Eymundsson um land allt og í Bónusverslununum í Holtagörðum, Smára, Langholti á Akureyri, ísafirði, Selfossi, Egilsstöðum, Garðabæ, Korputorgi, Kringlunni og Borgarnesi.