Vinna við skóla í Kambódíu að hefjast

DSC01035_editedVinna við skóla sem veita mun ríflega 400 börnum aðgang að grunnmenntun er að hefjast í Kampong Cham héraðinu í Kambódíu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi styðja verkefnið en því er stýrt af Barnaheillum – Save the Children í Kambódíu.

DSC01035_editedVinna við skóla sem veita mun ríflega 400 börnum aðgang að grunnmenntun er að hefjast í Kampong Cham héraðinu í Kambódíu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi styðja verkefnið en því er stýrt af Barnaheillum – Save the Children í Kambódíu.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi lögðu verkefninu til eina milljón króna á síðasta ári og þar af kom um helmingur frá nemendum í Menntaskólanum við Sund sem réðust í söfnunarátak fyrir Kambódíu. Kampong Cham er fátækt héraði í Kambódíu þar sem átök ríktu fram til ársins 2000. Ólæsi er mikið í landinu og enn eru um 50 þúsund börn án skólagöngu í landinu og bæta þarf menntun hundruð þúsunda barna. Þörfin er því mikil og stefna Barnaheill - Save the Children á Íslandi að því að styðja áfram við uppbyggingu menntastarfs þar. Alls hafa samtökin lagt menntunarverkefninu í Kambódíu til 12,6 milljónir króna á síðustu fjórum árum.

Undirbúningur við byggingu skólans nú hefur gengið hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir og helgast það einkum af því hversu afskekkt héraðið er og erfitt um vik að koma þangað vinnuvélum. En með samstilltu átaki Barnaheilla - Save the Children, yfirvalda og annarra á svæðinu, er nú stefnt að því að niðurstaða úr útboði liggi fyrir í lok september og bygging skólans hefjist í byrjun október. Gert er ráð fyrir að skólastarfsemi geti hafist í lok þessa árs. Skólinn mun sem fyrr segir veita ríflega 400 börnum aðgang að grunnmenntun en alls hafa um 23.000 börn notið góðs af uppbyggingarstarfi Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í Kambódíu á einn eða annan hátt.

Miklu máli skiptir að virkja allt samfélagið til að verkefnin verði sjálfbær og Barnaheill - Save the Children í Kambódíu vinna náið með fræðsluyfirvöldum þar í landi. Fræðsluyfirvöld í Kampong Cham héraðinu hafa fallist á að koma að byggingu skólans auk þess sem þau munu fylgja eftir skráningu barna í skólann. Lóðin sem skólinn stendur á var gefin af Búddamusteri héraðsins.