Yfir 250 börn og ungmenni fengu hjól

Teymi úr starfsliði Íslandsbanka glaðbeitt við hjólaviðgerðir ásamt Sigurbjörgu Helgu Sigurgeirsdótt…
Teymi úr starfsliði Íslandsbanka glaðbeitt við hjólaviðgerðir ásamt Sigurbjörgu Helgu Sigurgeirsdóttur frá Æskunni.

Hjólasöfnun Barnaheilla 2018 er lokið. Söfnunin gekk afar vel og fengu ríflega 250 börn og ungmenni úthlutað hjólum fyrir milligöngu félagsþjónusta víða um land og ýmissa samtaka. Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka öllum þeim sem styrkt hafa þetta mikilvæga verkefni samtakanna og þannig gert þessum fjölda barna kleift að eignast hjól. Fyrst ber að nefna alla þá sem gáfu hjól í söfnunina með því að skila þeim á endurvinnslustöðvar Sorpu. Þá þökkum við þeim fyrirtækjum og samtökum sem lögðu verkefninu lið, þau voru Gámaþjónustan og Íslenska gámafélagið, Dominos, Hringrás, Kiwanis, fasteignafélagið Reitir, N1 og Eimskip flytjandi. Allir sjálfboðaliðarnir sem lögðu hönd á plóg við viðgerðir á hjólum fá hjartans þakkir sem og samstarfsaðilarnir, IOGT – Æskan, Sorpa, Hjólafærni, Rauði krossinn og Reykjavíkurborg.