Yfirlýsing frá alþjóðasamtökum Barnaheilla- Save the Children vegna þróunar mála í Súdan

Í kjölfar handtökuskipunar Alþjóða glæpadómstólsins á hendur forseta Súdans hafa yfirvöld í Súdan farið fram á það við Barnaheill - Save the Children og fleiri mannúðarsamtök að þau hætti starfsemi í landinu. Af því tilefni hafa Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children, gefið út eftirfarandi yfirlýsingu vegna þróunar mála í Súdan:
“Tvö landsfélög Alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children, sem starfa í Súdan, þ.e. Barnaheill í Bandaríkjunum og Barnaheill í Bretlandi hafa fengið bréf frá yfirvöldum í Súdan þar sem þau eru beðin um að hætta allri starfsemi í landinu.

Í kjölfar handtökuskipunar Alþjóða glæpadómstólsins á hendur forseta Súdans hafa yfirvöld í Súdan farið fram á það við Barnaheill - Save the Children og fleiri mannúðarsamtök að þau hætti starfsemi í landinu. Af því tilefni hafa Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children, gefið út eftirfarandi yfirlýsingu vegna þróunar mála í Súdan: 
“Tvö landsfélög Alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children, sem starfa í Súdan, þ.e. Barnaheill í Bandaríkjunum og Barnaheill í Bretlandi hafa fengið bréf frá yfirvöldum í Súdan þar sem þau eru beðin um að hætta allri starfsemi í landinu.

Brottvísunin hefur mikil áhrif á líf þeirra milljón barna og fjölskyldna sem Barnaheill - Save the Children styðja í Vestur Darfur, Norður Kordofan, Suður Kordofan og á svæðum við Rauða hafið og í héruðum í Abyei og nálægt Khartoum,” segir Charlotte Petri Gornitzka, framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka Barnaheilla- Save the Children. “Barnaheill í Bandaríkjunum og Barnaheill í Bretlandi veita lífsnauðsynlegan stuðning til barna og fjölskyldna þeirra í flóttamannabúðum og samfélögum víða í Súdan, þ.á. m. mat, hreint vatn, næringaraðstoð, heilsugæslu, vernd og menntun. Við vitum ekki hver verður endanleg niðurstaða, en við vitum að ef við þurfum að hætta hjálparstarfinu er líf hundrað þúsunda barna í hættu”, segir Charlotte Petri Gornitzka.