Yfirlýsing Barnaheilla – Save the Children í tilefni af ráðstefnu Evrópuráðsins um Róma-börn í Strassborg í Frakklandi í dag

P1060093Í dag koma saman í Strassborg í Frakklandi ráðherrar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins, fulltrúar framkvæmdanefndar Evrópusambandsins og ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til að ræða stöðu Róma-fólks í Evrópu. Gert er ráð fyrir að evrópsk yfirvöld munu sameinast um viljayfirlýsingu þess efnis að berjast skuli á móti mismunun gegn Róma-fólki og vinna að fjárhagslegri og félagslegri aðlögun þess.

P1060093Í dag koma saman í Strassborg í Frakklandi ráðherrar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins, fulltrúar framkvæmdanefndar Evrópusambandsins og ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til að ræða stöðu Róma-fólks í Evrópu. Gert er ráð fyrir að evrópsk yfirvöld munu sameinast um viljayfirlýsingu þess efnis að berjast skuli á móti mismunun gegn Róma-fólki og vinna að fjárhagslegri og félagslegri aðlögun þess.

Barnaheill – Save the Children fagna þessu frumkvæði um leið og samtökin vekja sérstaklega athygli á Róma-börnunum sem eru um helmingur þeirra 11 milljóna Róma-fólks sem dvelur í Evrópu. „Við fögnum mjög staðbundnum áætlunum sem ætlað er að tryggja að yfirvöld í Evrópu standi við skuldbindingar sínar í samræmi við alþjóðlega og svæðisbundna mannréttindasáttmála. Evrópa getur ekki horft fram hjá hinum víðtæku brotum á rétti Róma-barna til lífs og þroska án mismununar og rétti þeirra til að á þau sé hlustað. Við hljótum að leggja áherslu á áþreifanlegar aðgerðir sem hafa raunveruleg áhrif, í stað þess að vekja einvörðungu athygli á málefninu og efna til pólítískra rökræðna um efnið,“ segir Ulla Armyr, yfirmaður Evrópuverkefna Barnaheilla – Save the Children í Svíþjóð.

Róma-börn njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, líkt og öll önnur börn í Evrópu, burtséð frá lagalegri og/eða landfræðilegri stöðu þeirra. Hinsvegar eru Róma-börn oft fyrstu fórnarlömbin sem þjást vegna brota á rétti þeirra til náms, til heilbrigðisþjónustu og viðunandi húsaskjóls sem og rétti þeirra til verndar gegn mismunun, ofbeldi og misnotkun. Þau eru jafnframt oft þau síðustu sem njóta góðs af þeim heildrænu og víðfeðmu áætlunum sem ætlað er að koma í veg fyrir og mæta þessum brotum.

„Við höfum orðið vör við mikla brotalöm á því að grundvallarréttindi barna sem búa um alla Evrópu og í Evrópulöndum séu virt. Fátækt, mismunun, félagsleg útilokun og skortur á menntun eru algengari á meðal Róma-barna en meðal annara barna í Evrópu. Í Rúmeníu er ólæsi á meðal Róma-fólks enn mjög hátt og 20% Róma-barna hafa ekki aðgang að formlegri menntun. Af þeim Róma-börnum sem þó sækja skóla, verða 50% fyrir mismunun og/eða einelti. Það er von okkar að útkoman af þessari ráðstefnu verði lausn, bæði svæðisbundin