Yfirvofandi skortur á súrefni og vatni í Norðvestur Sýrlandi

Kórónuveirufaraldurinn er í miklum vexti í Sýrlandi.
Kórónuveirufaraldurinn er í miklum vexti í Sýrlandi.

Barnaheill - Save the Children sendu í dag frá sér varnaðarorð vegna þess að kórónuveirufaraldurinn í Sýrlandi er áfram í örum vexti og sökum þess er landið að berjast við mikinn skort á sjúkrarúmum, sýnatökupinnum, vatni og súrefni. Norðvesturhluti Sýrlands hefur farið mjög illa út úr faraldrinum, þar sem fjórföldun hefur orðið á staðfestum smitum síðustu tvo mánuði. Þrátt fyrir það hefur einungis tekist að koma fjórum öndunarvélum og 64 gjörgæslurúmum á svæðið frá því í mars 2020 og eru því einungis 157 öndunarvélar og 212 gjörgæslurúm til staðar á svæðinu.

Þar hafa foreldrar orðið veikir og eða misst lífsviðurværi sitt, börn geta ekki lengur sótt skóla og eru áhrif Covid-19 að magna enn frekar erfiðar aðstæður fyrir börn í Sýrlandi þar sem þau hafa staðið frammi fyrir stríðsástandi, hungri og að þurfa jafnvel að flýja heimaland sitt.

Á landsvísu hafa staðfest smit farið yfir 40.000 og þar af hafa 1.355 látið lífið samkvæmt opinberum gögnum. Meira en helmingur smitanna hefur átt sér stað í Norðvestur-Sýrlandi eða 20.338 smit. Í Norðausturhluta Sýrlands eru staðfest smit 8.100. Miklar líkur eru á að smit séu mun fleiri en staðfest hefur verið vegna þess að skortur er á hjúkrunarvörum og sýnatökupinnum. Útgöngubann, að hluta, sem sett var á í nóvember hefur verið framlengt í 15 daga þar sem faraldurinn er í vexti í landinu.

Ensku kennari í Idlib að nafni Nadine segir:

Kórónavírusinn er ekki einungis að valda skaða á fólki heldur er hann einnig að valda stórskostlegum skaða fyrir samfélagið allt og hafa fjölskyldur misst ástvini sína. Mín persónulega upplifun er mjög erfið. Þó að ég hafi sloppið hafa nokkrir fjölskyldumeðlimir smitast. Það er erfitt að þurfa upp á móður þína berjast við að ná andanum og geta ekkert gert. Að upplifa hjálparleysi er það erfiðasta við að sjá fjölskyldumeðlimi fara í gegnum þetta ástand.

Sonia Khusk, yfirmaður aðgerða hjá Save the Children í Sýrlandi, segir:

Það er full ástæða til að trúa því að smit í landinu séu mun fleiri en staðfest smit segja til um. Þrátt fyrir skort á gögnum yfir smit er ljóst að Covid-19 smitum er að fjölga mun hraðar en heilbrigðiskerfið í Sýrlandi getur staðið undir. Jafnvel lönd sem eru með mun þróaðra heilbrigðiskerfi eru í miklum vanda við að takast á við fjölgun smita.

Einungis er hægt að ímynda sér hvernig það er fyrir fólk á flótta sem búa við nú þegar kröpp kjör í flóttamannabúðum, með engum aðgangi að meðferð eða vörn, sem vita ekki hvernig eða hvort þau geta sloppið frá áframhaldandi stríðsátökum eða fengið vörn frá vaxandi faraldri. Þessar fjölskyldur og börn þeirra munu þjást enn meira og fátækt sem þau búa við aukast enn frekar. Áhrif Covid-19 og fátæktar munu gera þennan vetur mjög langan og erfiðan.

Barnaheill senda út ákall til stríðandi fylkinga að binda endi á átök til þess að gefa börnum og fjölskyldum þeirra grið frá ofbeldi á meðan þau leita leiða til þess að verjast Covid-19.