Hluti af okkar starfi er að veita ráðgjöf til einstaklinga um réttindi barna og hvernig hægt er að bregðast við ýmsum atvikum sem varða börn. Málin geta verið af ýmsum toga: forsjár- og umgengnismál, eineltismál, grunur um ofbeldi gegn börnum og ýmis réttindamál.

Það er okkur hjartans mál að veita öllum þeim, sem er annt um velferð barna, ráðgjöf og aðstoð og því hvetjum við öll sem hafa einhverjar spurningar eða vangaveltur af þessum toga til að senda erindið á radgjof@barnaheill.is. Farið er með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Ef málið þolir ekki bið bendum við á 112 eða barnaverndarnefndir í viðkomandi sveitarfélagi.