Hjálpumst að við að vernda börn
Landssöfnun Barnaheilla 2022 fer fram um allt land og inn á Barnaheill.is
dagana 25. apríl til 4. maí. 


Ljósasala í þrettán ár til styrktar forvarnafræðslu Verndara barna

Söfnunin í ár ber heitið ,,Hjálpumst að við að vernda börn” og rennur allur ágóði af sölunni í forvarnafræðslu Verndara barna

Ljósið kostar 2.500 kr. Hægt verður að kaupa ljósið við helstu verslanir og verslanamiðstöðvar, þar sem einstaklingar, íþróttafélög og félagasamtök bjóða ljósið til sölu víðsvegar um landið í apríl og maí. Einnig er hægt að kaup ljósið á vefverslun okkar á sama tíma.

Barnaheill hvetja einstaklinga og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það er hægt að gera með því að staldra aðeins við og athuga hvar hægt er að sækja sér þekkingu og komast að því hvaða bjargir eru til staðar til að vernda börn. Í sameiningu getum við stuðlað að góðri félagslegri og tilfinningalegri líðan barna og komið í veg fyrir ofbeldi innan fjölskyldna og samfélagsins alls. Má bjóða þér að í hópinn og hjálpa okkur við að vernda börn?

Hægt er að kaupa ljósið í vefverslun okkar.

Einnig er hægt að styðja við söfnunina með millifærslu inn á reikning Barnaheilla:

Reikningur:  0334-26-4521
Kennitala: 521089-1059