Hvað þarf ég til að tryggja að barnið mitt sé öruggt?

 

Hvað þarf ég til að tryggja að barnið mitt sé öruggt?

Vertu vakandi og fækkaðu tækifærum.

Nauðsynlegt er að þekkja eðli ofbeldis til að átta sig á aðferðum þeirra sem beita börn ofbeldi. Ennfremur að þekkja til vísbendinga um að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi til að geta brugðist við og átt möguleika á að vernda öll börn.

Forvarnir - verkfæri

Ef þú hefur áhyggjur af því að barn er að verða fyrir kynferðisofbeldi, er margt sem þú getur gert. Hvenær sem er og hvar sem er getur þú tekið þau skref sem þarf til að koma í veg fyrir ofbeldið og á þann hátt stuðlað að heilbrigðu lífi og bjartri framtíð barnsins. Með því að afla þér þekkingar og fá fræðslu um kynferðisofbeldi, ertu að taka frumkvæðið og verður sá fullorðni sem verndar.

Treystu innsæi þínu. Þú gætir verið eini aðilinn sem getur gert eitthvað í málinu

Rannsóknir sýna að í níu af hverjum tíu tilfellum þar sem börn eru beytt kynferðisofbeldi, segja börn ekki frá á meðan á ofbeldinu stendur. Það er á ábyrgð fullorðinna að taka eftir hegðun annarra gagnvart börnum, sem gerir börn líklegri fyrir því að verða fyrir kynferðisofbeldi. Ef þér líður illa með eitthvað, segðu frá því. Rödd þín og viðbrögð eru fyrstu skrefin í að vernda börn. Talaðu við fjölskyldumeðlimi og aðra um að vernda börn.

Hættumerki

Hættumerki er í raun annað orð yfir það að tala um tækifæri til forvarna – tækifæri fyrir umhyggjusaman fullorðinn aðila til að átta sig á mögulegri hættu og taka skref til að vernda börn. Mundu– áhrifaríkustu forvarnirnar eru gerðar áður en barn þarf að fá hjálp eða eftir ofbeldið.

Treystu innsæi þínu. Þú gætir verið eini aðilinn sem getur gert eitthvað í málinu.

Fleiri upplýsingar og úrræði

Veldu úr listanum hér fyrir neðan það sem er hjálplegt fyrir þig, í þeim aðstæðum sem þú ert að glíma við hverju sinni. Ef þú ert ekki viss hafðu samband við radgjof@barnaheill.is

5 skref til verndar börnum

Leyndarmálið

Námskeiðið Verndarar barna

Barnahús

Bergið

Stígamót

Kvennaathvarfið

Bjarkarhlíð

Sigurhæðir

Stop It Now!®