Get ég komið í veg fyrir að kynferðisofbeldi eigi sér stað í minni fjölskyldu?

 

Hvernig get ég komið í veg fyrir að kynferðisofbeldi eigi sér stað í minni fjölskyldu?

Vertu vakandi og fækkaðu tækifærum.

Nauðsynlegt er að þekkja eðli ofbeldis til að átta sig á aðferðum þeirra sem beita börn ofbeldi. Ennfremur að þekkja til vísbendinga um að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi til að geta brugðist við og átt möguleika á að vernda öll börn.

Hjálp & leiðbeiningar

Það er erfitt að tala um kynferðisofbeldi, sérstaklega þegar það snertir einhvern sem þér er annt um. Við höfum sett saman úrræði sem hjálpa þér að læra að tala um áhyggjur þínar og taka næstu skref í átt að heilbrigðari og bjartari framtíð.

Hegðun fullorðinna

Hegðun eða framkoma einhvers sem þér þykir vænt um gæti valdið þér áhyggjum eða óöryggi. Kannski hefur þú tekið eftir óviðeigandi hegðun sem hefur kynferðislegan undirtón, hegðun sem lætur öðrum líða illa, veldur kvíða eða gerir samskipti óþægileg. Ef þú veist um einhvern sem er beittur kynferðisofbeldi þá er mikilvægt að það sé stöðvað.

Framkoma fullorðinna við börn og unglinga

Kynferðisofbeldi á börnum er yfirleitt alltaf ákveðið ferli, ekki einn einstakur atburður. Því meira sem þú veist um hvernig og hvers vegna það gerist, því líklegri ertu til að koma í veg fyrir eða stöðva það. Við getum hjálpað þér að gera áætlun um að stíga fram áður en barn verður fyrir ofbeldi og vernda barnið gegn frekari skaða.

 

Hegðun barna

Það er oft óþægilegt eða vandræðalegt að tala um börn og kynferðislega hegðun þeirra, en snemmtæk íhlutun í kynferðismálum og kynferðislegri hegðun barna er nauðsynleg og getur skipt sköpum. Kynhegðum barna er oftast mjög frábrugðin kynferðislegri hegðun fullorðinna. Lærðu hvernig á að bregðast við kynferðislegri hegðun barna þannig að hægt sé að vernda, styðja og sinna hverju barni á hvaða aldri sem það er.

Áhyggjur af eigin hugsunum og gerðum

Við hjá Verndurum barna fáum stundum fyrirspurnir frá fulloðrnum sem hafa áhyggjur af eigin kynferðislegum hugsunum og tilfinningum gagnvart börnum og vilja axla sína ábyrgð á því. Það getur verið einmanalegt og erfitt að viðurkenna sínar eigin kynferðislegu langanir, en að vera heiðarlegur gagnvart sínum tilfinningum er fyrsta skrefið í að vera öruggur.

Fullorðinn einstaklingur sem varð fyrir kynferðisofbeldi sem barn

Fullorðið fólk sem varð fyrir kynferðisofbeldi sem barn þarf að tala um reynslu sína við fagaðila sem skilja og geta hjálpað. Þolendur kynferðisofbeldis geta einnig gegnt mikilvægu hlutverki í að koma í veg fyrir ofbeldi gegn öðrum börnum. Ef þú, eða einhver sem þér þykir vænt um, þarft stuðning, þá er kominn tími til að leita sér hjálpar.

Samfélagið

Ef þú vinnur með börnum og unglingum, hefur þú mikilvægu hlutverki að gegna, að vernda börn og skapa öruggt, heilbrigt og jákvætt umhverfi fyrir börn, svo þau fái að alast upp heilbrigð og hamingjusöm. Við getum hjálpað þér með okkar þekkingu og stuðningi sem þú þarft til að skapa öruggt umhverfi fyrir ungmenni. Þetta felur m.a. í sér að vita hvenær og hvernig eigi að stíga inn þegar þú sérð óviðeigandi hegðun. Þú gætir verið sá eini sem getur komið auga á vísbendingar og gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi á barni.

Treystu innsæi þínu. Þú gætir verið eini aðilinn sem getur gert eitthvað í málinu.

 

Fleiri upplýsingar og úrræði

Veldu úr listanum hér fyrir neðan það sem er hjálplegt fyrir þig, í þeim aðstæðum sem þú ert að glíma við hverju sinni. Ef þú ert ekki viss hafðu samband við radgjof@barnaheill.is

5 skref til verndar börnum

Leyndarmálið

Námskeiðið Verndarar barna

Barnahús

Bergið

Stígamót

Kvennaathvarfið

Bjarkarhlíð

Sigurhæðir

Stop It Now!®