Vörunr. HG0002

Matarpakki fyrir börn á Gaza

Verðm/vsk
4.000 kr.
Verðm/vsk
4.000 kr.

Börn á átakasvæðum búa við erfiðar aðstæður þar sem grunnþörfum þeirra um næringu er ekki mætt.  Næringarrík fæða er mikilvæg fyrir börn sem eru að vaxa. Þessi gjöf verndar börn á Gaza gegn hungri og vannæringu  en þar er matur er af skornum skammti vegna átaka. Matarpakkinn er því dýrmæt gjöf sem veitir börnum fæðuöryggi á erfiðum tímum.

Barnaheill - Save the Children hafa starfað með palestínskum frá árinu 1953. Meginmarkmið samtakanna er að tryggja öryggi barna á svæðinu og að þau séu vernduð gegn hverskyns ofbeldi. Barnaheill munu sjá til þess að börn á Gaza muni njóta góðs að gjöfinni.


Þú færð sent veglegt gjafakort í tölvupósti þegar Heillagjöf er keypt.

Tilvalið er að prenta út gjafakortið og gefa í jólagjöf.


Said, sjö ára, neyddist til að flýja heimilið sitt ásamt foreldrum sínum og þrem systkinum vegna átakanna sem nú geisa á Gaza. Þau hafa lítinn mat fengið og hafa öll orðið veik útaf skorti á hreinu drykkjarvatni. Undanfarna daga hefur fjölskylda Saids dvalið í flóttamannabúðum þar sem þau hafa þegið mataraðstoð frá Barnaheillum sem hefur verið mikil gæfa fyrir fjölskylduna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Said, sjö ára, ásamt tveimur eldri bræðrum og litlu systur sinni sem nú dvelja í flóttamannabúðum.