Vörunr. HG0003

Sálrænn stuðningur við börn á Gaza

Verðm/vsk
5.500 kr.
Verðm/vsk
5.500 kr.

Börn á Gaza eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum vegna núverandi hernaðaraðgerða. Á sama tíma eru möguleikar þeirra að takast á við áföllin teknir í burtu. Umönnunaraðilar barna, sem eru að takast á við sína eigin streitu, eiga í erfiðleikum með að aðstoða börn að takast á við sín tilfinningalegu viðbrögð vegna átakana. Með kaupum á þessari gjöf veitir þú börnum á Gaza sálrænan stuðning. Þjálfað starfsfólk alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children á vettvangi annast stuðninginn.

Barnaheill - Save the Children hafa starfað með palestínskum frá árinu 1953. Meginmarkmið samtakanna er að tryggja öryggi barna á svæðinu og að þau séu vernduð gegn hverskyns ofbeldi. Barnaheill munu sjá til þess að börn á Gaza muni njóta góðs að gjöfinni.


Þú færð sent veglegt gjafakort í tölvupósti þegar Heillagjöf er keypt.

Tilvalið er að prenta út gjafakortið og gefa í jólagjöf.

 


Ahmed, 10 ára, býr í Jabalia á Gazasvæðinu þar sem mikið hefur verið um loftárásir undanfarnar vikur. Þar býr hann ásamt foreldrum sínum og sex systkinum. Ahmed segist lifa í ótta og kvíða á hverjum degi og þjáist hann af svefnleysi, martröðum og miklum verkjum.
Barnaheill - Save the Children hafa veitt fjölskyldu Ahmed fjárhagslegan stuðning. Einnig fá Ahmed og systkini hans sálrænan stuðning frá starfsfólki Barnaheilla vegna áfallastreituraskana sem þau þjást af.


Hjálpaðu barni eins og Ahmed sem lifir við kvíða og ótta vegna núverandi hernaðaraðgerða.